þriðjudagur, október 12, 2004

Ég hef nú ákveðið að halda áfram tilraunum mínum að fræða ykkur kæru lesendur heima á Íslandi um ýmsa þá atburði sem eiga sér stað úti í hinum stóra heimi. Ég veit ósköp vel hvað ég sagði í síðasta bloggi, en eftir að hafa séð forsíðufréttina um 12 ára afmæli Guttorms nauts í húsdýragarðinum á mbl.is, ákvað ég þið þurfið á mér og fréttaskýringum mínum að halda svo það verði ekki híað á ykkur ef þið hættið ykkur útfyrir landsteinana.


Allavega... í fréttum í kvöld var skýrt frá vanhelgun grafar í Staffordshire hérna í Englandi. Gömul kona sem dó fyrir 7 árum var grafin upp og eitthvað af henni var haft á brott. Þeir sem liggja helst undir grun um ódæðisverkið eru meðlimir dýraverndunarsamtaka sem hafa verið að gera tengdasyni gömlu konunnar lífið leitt undanfarin 5 ár. Hann nefnilega ræktar naggrísi sem eru seldir á rannsóknarstofur. Meðlimirnir hafa því einbeitt sér að því að eyðileggja eigur hans, hóta starfsfólki og fjölskyldu og ennfremur eiganda local pöbbsins um að samneyti við naggrísabóndann muni koma niður á pöbbnum. (Þeir sem þekkja ekki samband lokalsins við viðskiptamennina skilja líklega ekki hversu grafalvarleg þessi síðasta ásökun er)
Eins og ég segi þá liggja þessir meðlimir undir grun, ekkert hefur verið sannað. Til að gera málið aðeins meira spennandi var haft samband við forsvarsmann þekktra dýraverndunarsamtaka og hann spurður álits á þessu máli öllu saman. Hann skildi þetta ósköp vel að fólki skyldi detta grafarrán í hug til að vekja athygli á málstaðnum því í hans huga var það mun meira "upsetting" ef einhver myndi trampa á naggrís en að hafa á brott með sér jarðneskar leifar ömmu gömlu, því naggrísinn er jú lifandi vera.

Jáhm.... stundum verður maður hissa hérna í Englandinu góða....vildi bara leyfa ykkur að njóta þessa með mér.

love and kisses

spider-woman


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home