Í fréttum er þetta helst:
Mýsla er núna búin að horfa á allar Star-Wars myndirnar og flautar og syngur nú stefið hans Svarthöfða í gríð og erg. Hann er sem sagt uppáhalds persónan hennar og féllu þónokkur tár þegar hann dó í lokin. Hún hresstist þó nokkuð þegar við sögðum henni að það færi fyrir honum eins og Ben Kenobi, þ.e. að hann dó eiginlega ekki heldur var meira svona andi sem leiðbeindi að handan. Síðan var líka eiginlega gott fyrir hann að vera laust við hjálminn og öndunaraðstoðina þannig að honum liði eflaust betur að vera andi. Hún var einnig nokkuð ánægð með hann áður en hann varð vondur, þegar hann var þekktur sem Anakin Skywalker. Hún á núna geislasverð og kann að gera geislasverðshljóðið..wroom wroom þegar hún sveiflar því. Jozeph sat með henni í gegnum allar myndirnar og sagði henni söguna alla frá upphafi til enda og útskýrði ef eitthvað var of flókið.... þvílík þolinmæði.
Ég er vinna að umsókn til Rannís og er hægt og sígandi að missa vitið á að stara á þetta umsóknareyðublað þar sem ég þarf að útskýra í nokkrum orðum allt um fjölþáttökuleiki og hlutverkaleiki og af hverju ég ætla að rannsaka þá. Það bara er ekki hægt að setja í nokkur orð því ég er næstum viss um að enginn í dómnefndinni veit eitthvað um þessa leiki og þetta verður án efa nokkuð ruglingslegt fyrir þeim án kynningar. Síðan er ég ekki heldur ekki að skoða áhrif tölvuleikja á börn sem allir hafa voða miklar skoðanir á þannig að þetta er heldur vonlaust held ég. Því ég er jú auðvitað að keppa við alla sem eru að rannsaka gen, sjúkdóma, aðhlynningu, fátækt, nýbúa, fatlaða og samkynhneigða... sem sagt allar gagnlegar rannsóknir eiga jú forgang en eitthvað svona dund getur náttúrulega bara farið í rass og rófu...
Sem sagt........pirringur all around!
Jozeph er að vinna og er þar að auki byrjaður í háskólanámi hjá Open University þar sem hann leggur stund á félagsvísindi, þannig að við verðum eflaust svona fólk sem rannsakar gagnslausa hluti og eigum aldrei pening. Húrra fyrir því!!!
kv frá Guildford
spider-woman
ps það er komið kommenta kerfi á enska bloggið þannig að þið ykkar sem viljið ekki kommenta á íslensku endilega látið ljós ykkar skína á ensku
Mýsla er núna búin að horfa á allar Star-Wars myndirnar og flautar og syngur nú stefið hans Svarthöfða í gríð og erg. Hann er sem sagt uppáhalds persónan hennar og féllu þónokkur tár þegar hann dó í lokin. Hún hresstist þó nokkuð þegar við sögðum henni að það færi fyrir honum eins og Ben Kenobi, þ.e. að hann dó eiginlega ekki heldur var meira svona andi sem leiðbeindi að handan. Síðan var líka eiginlega gott fyrir hann að vera laust við hjálminn og öndunaraðstoðina þannig að honum liði eflaust betur að vera andi. Hún var einnig nokkuð ánægð með hann áður en hann varð vondur, þegar hann var þekktur sem Anakin Skywalker. Hún á núna geislasverð og kann að gera geislasverðshljóðið..wroom wroom þegar hún sveiflar því. Jozeph sat með henni í gegnum allar myndirnar og sagði henni söguna alla frá upphafi til enda og útskýrði ef eitthvað var of flókið.... þvílík þolinmæði.
Ég er vinna að umsókn til Rannís og er hægt og sígandi að missa vitið á að stara á þetta umsóknareyðublað þar sem ég þarf að útskýra í nokkrum orðum allt um fjölþáttökuleiki og hlutverkaleiki og af hverju ég ætla að rannsaka þá. Það bara er ekki hægt að setja í nokkur orð því ég er næstum viss um að enginn í dómnefndinni veit eitthvað um þessa leiki og þetta verður án efa nokkuð ruglingslegt fyrir þeim án kynningar. Síðan er ég ekki heldur ekki að skoða áhrif tölvuleikja á börn sem allir hafa voða miklar skoðanir á þannig að þetta er heldur vonlaust held ég. Því ég er jú auðvitað að keppa við alla sem eru að rannsaka gen, sjúkdóma, aðhlynningu, fátækt, nýbúa, fatlaða og samkynhneigða... sem sagt allar gagnlegar rannsóknir eiga jú forgang en eitthvað svona dund getur náttúrulega bara farið í rass og rófu...
Sem sagt........pirringur all around!
Jozeph er að vinna og er þar að auki byrjaður í háskólanámi hjá Open University þar sem hann leggur stund á félagsvísindi, þannig að við verðum eflaust svona fólk sem rannsakar gagnslausa hluti og eigum aldrei pening. Húrra fyrir því!!!
kv frá Guildford
spider-woman
ps það er komið kommenta kerfi á enska bloggið þannig að þið ykkar sem viljið ekki kommenta á íslensku endilega látið ljós ykkar skína á ensku
2 Comments:
Góðan daginn.
Það verður greinilega nóg að gera hjá litlu fjölskyld-unni. Það var líka nóg að gera hjá gömulu um helgina.
Eru að passa Írisi og Birtu, foreldrar í Köbenhavn. Afa og ömmu haldið við efnið, mikið fjör og mikið gaman.
Hér var snarvitlaust veður fram á nótt, rok og rigning sem endaði í snjókomu,síðan aftur rigning með morgninum.
Annars allt gott, bið að heilsa.
ILH.
Húrra fyrir gagnslausum vísindum og fólki sem stundar þau og á aldrei pening!
Rakst á síðuna þína fyrir tilviljun vegna umfjöllunar hjá Gutta.
Núna veistu að það er fólk að njósna um þig á klakanum.
mbk,
Skrifa ummæli
<< Home