mánudagur, febrúar 14, 2005

Ósköp var grátið mikið í sófanum hérna í Guildford í gærkvöldi. Tilefnið var þetta, sem sagt voru í gær sýnd myndbrot af 100 "sorglegustu" atvikum í bíómyndum og sjónvarpi hérna í Bretlandi. Ég er eins og flestir vita mikil áhugamanneskja um grát og sat þess vegna við frá átta um kvöld til rúmlega ellefu og felldi ófá tárin. Ég kaus í kosningunni á sínum tíma eftirfarandi og mér til mikillar gleði komust allar myndirnar að í sæti:

Cinema Paradiso - í endann þegar hann horfir á filmurnar sem gamli bíómaðurinn hafði klippt saman, allar ástarsenurnar sem höfðu verið klipptar út í gegnum tíðina til að þóknast kaþólsku kirkjunni. (58. sæti)

Love Actually - þegar Emma Thompson uppgötvar að maðurinn hennar gaf hálsmenið einhverri annarri konu. (90. sæti)

Four Weddings and a funeral - Þegar John Hannah les ljóðið eftir W.H. Auden í kirkjunni yfir kistu kærastans síns (26. sæti)

Breaking the Waves - Þegar Emily Watson fer og sefur hjá sjómönnum til að gera manninum sínum kleift að ganga á ný, þeir misþyrma henni svo illilega að hún deyr. (42.sæti)

Brief Encounter - í endann þegar þau þurfa að kveðjast og eiga nokkrar mínútur saman og einhver óþolandi skellibjalla sest hjá þeim fyrir smá slúður og eyðileggur kveðjustundina (18.sæti)

Síðan komu inn gullmolar eins og Terms of Endearment, Forrest Gump, Love Story og The Remains of the Day og að klukkutíma liðnum kom Jozeph með klósettrúllu og setti við hliðina á mér. Hann kallaði jafnframt fram öðru hvoru.... er allt í lagi með þig?
Ég verð reyndar að viðurkenna mikil vonbrigði með topp tíu listann þar sem voru meira og minna myndir sem ég felldi engin tár yfir. Eins og td Titanic.... hver grét yfir þeirri mynd? Ég var ólétt þegar ég sá Titanic og ég sem grét alla meðgönguna leit á Titanic sem þriggja tíma hlé frá gráti og felldi bara ekki eitt einasta tár! Síðan voru margar myndir sem komu mér mjög á óvart eins og Braveheart, The Gladiator og mega ruslmyndin Mr Holland's Opus sem ég og Ásdís höfum gert grín að síðan við sáum hana fyri hundrað árum. (Beautiful Cole)

En ég náði nokkuð góðum gráti, sérstaklega þegar þau byrjuðu að tala um Cinema Paradiso þá opnuðust flóðgáttirnar og ég grét alveg frá henni og yfir í Jerry MacGuire.... "you had me at hello".

Svona er maður nú einföld sál... en að gráta er gott fyrir sálina...

spider-woman í vökvaþurrð

3 Comments:

Blogger Ásdís said...

Jamm þetta var fínn listi. Hefði reyndar viljað sjá Pianist ofar...skældi heil ósköp þegar hann var einn, kaldur og haltur á flótta undan nasistunum...en hvaða rugl er þetta með "beautiful Cole"?
Það var ekki sorglegt heldur vandræðalegt.

Svo vil ég benda þér á að sjá Hotel Rwanda...en það má alls ekki gleyma vasaklútnum heima.

11:34 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Já ég er ekki búin að sjá Pianist, þyrfti kannski að tékka á henni svona ef ég er ekki búin að gráta lengi. Set líka Hotel Rwanda á þennan sama lista.
Já Beautiful Cole war náttúrulega bara rugl og það var sýnt akkúrat það brot í fyrradag og ég varð bara alveg jafn vandræðaleg og í fyrsta skiptið.

10:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Síðasta mynd sem ég vatnaði músum yfir var Lilya 4ever og í það fóru mörg vaskaföt (og afar vandræðalegur Reynir;). Er sammála þér með listann þær efstu sitja ekki sérstaklega í mér og ég sakna líka Dancer in the Dark grét ógó yfir henni.

T

11:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home