miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Í fréttum er það helst að ég hef ákveðið að nota bloggvettvang þennan til að koma út úr skápnum og viðurkenna að ég er hef óhemju gaman af væmnum lögum. Þar má helst telja rokkballöður ýmisskonar svona eins og voru vinsælar þegar ég var unglingur í sífelldri ástarsorg og hlustaði á rólegt og rómantískt áður en ég fór að sofa.

Þessa játningu mína má rekja til þess að við gerðumst núna áðan svo fræg að borga napster fyrir að fá að downloda lögum af netinu fyrir 69pí stykkið. Þetta er náttúrulega alveg fatal dæmi því svona buff eins og ég verða alveg óð og byrja í einhverju nostalgíukasti að leita að lögunum síðan í gamla daga. Fyrst á listanum var Carrie með hinni feykivinsælu hljómsveit Europe sem hélt tónleika í Laugardagshöll þegar ég var ca 13 ára, þangað fór ég í joggingalla og horfði með andakt á þá flytja m.a. The Final Countdown.
Þvínæst komu lögin Never Say Goodbye og I'll be there for you með Bon Jovi - þvílík gleði, síðan set ég inn lögin af nýja Guns'n'Roses disknum mínum og svo get ég sett saman playlista með öllum þessum demöntum og kallað hann tja..... rólegt og rómantískt.
Held samt ég verði ein um þessa nostalgíurómantík því Jozeph er ekki jafn spenntur og ég fyrir þessarri músík... enda var hann svo ungur greyið, hann skilur þetta ekki ;) Hann bara felur andlit í höndum sér og stynur þungan og hugsar til baka þegar hann hélt að ég væri í alvöru svolítið kúl og röff.

Those were the days my friend....

spider-woman (fjórtán á ný)

ps. ef þið munið eftir einhverjum góðum ballöðum endilega látið vita í kommenti

5 Comments:

Blogger Ásdís said...

Thad er most ad thu downloadir Right here waiting med gaurnum ur Nagronnum sem var kaerasti Kylie Minogue, maniggi hvad hann heitir. Thad lag minnir mig oneitanlega a thig a toppi gelgjunnar :)

8:46 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Ji, er það ekki einum of, veit ekki hvort ég vil eyða 69pí í það lag, það er ekki nógu rokkað, verða að vera gítarsólo og svona. Manstu eftir einhverju öðru lillesös?

Þórdís

ps. Það var ekki Jason Donovan úr nágrönnum það var Richard Marx... held að hann hafi ekkert gert eftir þetta lag.... kannski ekki skrýtið

4:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

maður þarf væntanlega ekki að minnast á Bright eyes?

Tóta "ballad"

2:36 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Ertu að tala um Total eclipse of the heart Tóthildur, með Bonnie Tyler? Ég á það alveg pottþétt einhversstaðar, hugsa að ég bæti því jafnvel á playlistann. Síðan er spurning að tékka á Chicago - hann Mundi var alltaf dálítið ánægður með þá plötu :D

4:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

einmitt!!! veit ekki afhverju ég man ekki rétta nafnið á þessu lagi eins og ég er nú ánægð með það. Norsku drengirnir í Aha hafa líka átt ágætis spretti eins og "Sun always shines on Tv" ef ég man nafnið á þessu rétt:)og Take on me.Svo verð ég nú að nefna eitt lag þó mér finnist það kannski ekki alveg falla eins og flís við rass í þennan power ballad flokk þá minnir það lag mig alltaf á þig og það er, haltu þér fast, Breakfast at Tiffany´s. Heyrðu já líka Heartbeat með Don Johnson.
hahahahaha ógissliga gott lag.

T

2:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home