Jæja það er ekkert að gerast fremur venju þannig ég ætla bara röfla eitthvað ómarkvisst bull.
Það fyrsta er að vara við kvikmyndinni Meet the Fockers, hún er leiðinleg og asnaleg.
Í annan stað langar mig að vita af hverju að allir eru í sífellu að tala um i-pod á flestöllum bloggsíðum sem ég fer á?!? Fólk er ýmist að ræða um að kaupa i-pod, langa í i-pod, hlaða lögum í i-pod o.s.frv. Ég er orðin pínku nojuð hérna í útlandinu að ég sé að missa af einhverju en er ekki i-pod bara basically svona eins og aðrir mp3 spilarar? Hefur hann einhverjar aðrar fúnksjónir en að spila lög fyrir fólk á meðan það er á ferð og flugi? Svar óskast
Annað sem ég hef tekið eftir á íslenskum bloggsíðum er hið gífurlega úrval sem þjóðin virðist hafa af raunveruleikasjónvarpi. Ég kannast við nokkra þætti en verð að játa að flestir þeirra eru ekki sýndir á þeim 5 stöðvum sem ég hef hér, nema að ég sé aftur að missa af einhverju.
Í þriðja lagi langar mig að lýsa yfir mikilli ánægju með 24 þáttaraðirnar. Ég er núna að horfa á aðra seríu af þessum tryllings spennandi þáttum þar sem Jack Bauer bjargar heiminum og dóttir hans lendir í veseni. Ég leigði seríu 2 á bókasafninu og má bara hafa í viku og verð að hafa mig alla við að ná að horfa á 24 þætti á einni viku og er ansi hrædd um að það takist hreinlega ekki því ég þarf að horfa á Shameless (einn besta sería sem ég hef séð í mínu langa sjónvarpslífi), Desperate Housewives sem er voða skemmtileg og svo horfum við Jozeph alltaf á CSI úf af Grissom sem veit allt um allt.
Mér dettur ekkert annað í hug í bili, læt frá mér heyra bráðum aftur.
spider-woman í ládeyðu bresks þorpslífs
ps ef einhver vill gefa mér gjöf svona til að brydda upp á einhverju skemmtilegu þá fæst sería 1 af Shameless á amazon og mamma er með addressuna :D
Það fyrsta er að vara við kvikmyndinni Meet the Fockers, hún er leiðinleg og asnaleg.
Í annan stað langar mig að vita af hverju að allir eru í sífellu að tala um i-pod á flestöllum bloggsíðum sem ég fer á?!? Fólk er ýmist að ræða um að kaupa i-pod, langa í i-pod, hlaða lögum í i-pod o.s.frv. Ég er orðin pínku nojuð hérna í útlandinu að ég sé að missa af einhverju en er ekki i-pod bara basically svona eins og aðrir mp3 spilarar? Hefur hann einhverjar aðrar fúnksjónir en að spila lög fyrir fólk á meðan það er á ferð og flugi? Svar óskast
Annað sem ég hef tekið eftir á íslenskum bloggsíðum er hið gífurlega úrval sem þjóðin virðist hafa af raunveruleikasjónvarpi. Ég kannast við nokkra þætti en verð að játa að flestir þeirra eru ekki sýndir á þeim 5 stöðvum sem ég hef hér, nema að ég sé aftur að missa af einhverju.
Í þriðja lagi langar mig að lýsa yfir mikilli ánægju með 24 þáttaraðirnar. Ég er núna að horfa á aðra seríu af þessum tryllings spennandi þáttum þar sem Jack Bauer bjargar heiminum og dóttir hans lendir í veseni. Ég leigði seríu 2 á bókasafninu og má bara hafa í viku og verð að hafa mig alla við að ná að horfa á 24 þætti á einni viku og er ansi hrædd um að það takist hreinlega ekki því ég þarf að horfa á Shameless (einn besta sería sem ég hef séð í mínu langa sjónvarpslífi), Desperate Housewives sem er voða skemmtileg og svo horfum við Jozeph alltaf á CSI úf af Grissom sem veit allt um allt.
Mér dettur ekkert annað í hug í bili, læt frá mér heyra bráðum aftur.
spider-woman í ládeyðu bresks þorpslífs
ps ef einhver vill gefa mér gjöf svona til að brydda upp á einhverju skemmtilegu þá fæst sería 1 af Shameless á amazon og mamma er með addressuna :D
2 Comments:
iPod er bara "hipp og kul" og thar af leidandi er eg "hipp og kul"....af thvi eg a iPod sjadu til.
Doddi a nu iRiver sem er ju lika MP3 spilari...en er hann jafn toff og eg?...nehei :o)
Alveg rétt þú átt eitt stk i-pod litli vinur, var búin að gleyma þér. Já þetta liggur alveg ljóst fyrir núna því að þú ert náttúrulega dálítið kúl... en samt ekki jafn kúl og ég þegar ég fæ nýju skóna... ha?!? ha?!?
Skrifa ummæli
<< Home