miðvikudagur, apríl 13, 2005

Þá erum við mýsla komnar heim eftir 3 vikna dvöl á Íslandinu góða. Þar ber hæst að hafa hitt Snorra Önnu og Bennason. Hann er mjög gáfulegur og mikið krútt og það besta var að honum fannst ég bæði fyndin og skemmtileg. Það er alltaf gott að fá staðfestingu á því og sýnir að ég höfða til fólks af mörgum kynslóðum þannig ég gæti kannski farið að yngja upp bráðum ;)

Ég eyddi miklum tíma í nýja Lazy-Boy stólnum hans pabba og horfði bæði út í loftið og á ófáa þætti af sex and the city sem var mjög gott fyrir sálina.
Síðan var bara voða gaman að hitta alla og ég sendi ykkur öllum hérmeð voða stórt faðmlag.

pffff er bara andlaus..... skrifa meira seinna

spider-woman

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Noh thad er ekkert annad!!! Til hamingju med thad :) Otrulegt ad thid skyldud geta haldid thessu svona leyndu lengi ;) kvedja Asa

9:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá!!! Innilega til hamingju :) Núna komstu okkur svo sannarlega á óvart. Þú verður svona "Tory" með árunum, heldur í gömlu gildin ;)
Kveðja til ykkar beggja.
Sólveig og Ingi Fjalar

5:50 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Já ég varð náttúrulega líka að fá að prófa að segja "I do" og fara með alla ræðuna "in sickness and in health" og allt það. Var alveg eins og í Four Weddings and a Funeral nema það voru engir gestir :D

ps. Svo verður maður náttúrulega að vera pínu Tory í þessum Tory bæ, annars fær maður kannski á sig ASBO

10:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home