föstudagur, apríl 29, 2005

Var að skoða dagatalið fyrir maí og á 13. maí hef ég skrifað BM.... hvað er það?!? Ég er alveg tóm og man ekki neitt. Þoli ekki þegar ég geri þetta. Var alltaf að gera þetta þegar ég var að vinna hjá Títan sáluga og Íslandssíma sáluga, þá voru post-it miðar út um allt þar sem stóð t.d. hringja í Einar og síðan símanúmer og ég hafði bara ekki hugmynd um hver Einar var né af hverju ég átti að hringja í hann.

með helgarkveðju

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home