föstudagur, maí 27, 2005

Þjóðhverfan virðist ná hærri hæðum dag hvern!


“Breski leikstjórinn Richard Curtis, sem leikstýrði m.a. myndinni Love Actually, hefur gert leikna sjónvarpsmynd, sem gerist m.a. á Íslandi og tengist ímynduðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Reykjavík. Breskir fjölmiðlar segja frá því í dag að á blaðamannafundi í vikunni hafi íslenskur blaðamaður staðið upp og hundskammað Curtis fyrir vanþekkingu um Ísland.Ekki kemur fram hver blaðamaðurinn var, en hann sagði m.a. að í myndinni væru staðhættir ónákvæmir. M.a. gerðust atriði í myndinni á flugvelli sem aðeins væri fyrir innanlandsflug og því hefðu persónurnar, sem fjallað er um, aldrei átt að stiga fæti.”
(mbl.is, 27.05.2005)


Þessi frétt var sem sagt á mbl.is í dag og segir frá kvikmynd sem gerð er sem hluti af herferðinni Make Poverty History sem er gífurlega stór herferð hérna í Bretlandi sem miðar að því að vekja athygli stjórnmálamanna á hrikalegri fátækt sem veldur dauða 30.000 barna á dag um allan heim! Herferðarfólk hvetur einnig til þess að skuldir fátækra ríkja verði felld niður auk þess að réttlátt verð sé greitt fyrir afurðir og vinnu í þessum löndum.

Einvern veginn finnst mér að þessi herferð og þau mál sem hún berst fyrir ætti að vera aðalmálið í sambandi við frumsýningu þessarar myndar en ónefnda íslenska blaðamanninum hefur greinilega fundist aðalmálið að “rangur” flugvöllur hafi verið notaður í kvikmyndinni og er alveg bit yfir þessarri vanþekkingu.

Mig langar af þessu tilefni og fjöldamörgum öðrum að vekja athygli á því að Ísland er, ólíkt því sem Íslendingar halda, ekki miðpunktur alheimsins. Það veit enginn neitt um Ísland og öllum er skítsama um Ísland!!! Ísland er ekki merkilegasta land í heimi og það er ekki samdóma álit allra í heiminum að þar sé að finna stórfenglegustu náttúruna, fallegustu konurnar, besta vatnið, besta lambakjötið, bestu fótboltamennina, besta hljómlistafólkið, besta kókið og hreinasta loftið. Ég veit það er erfitt að trúa þessu, “believe you me” það tók mig dálítinn tíma uppgötva þetta og það var voða erfitt *snökt* Fólki hérna finnst Íslendingar bara ekkert merkilegir, þeir eru settir í nákvæmlega sama hóp og aðrir “útlendingar” sem hér búa, sama hvaðan þeir eru í heiminum.

Flest fólk sem ég hitti og spyr mig hvaðan ég sé verður fyrst pínu hissa (margir halda nefnilega að Ísland sé ekki byggt) og segir svo í kurteisisskyni, “ I have always wanted to go there” eða “ oh! I bet it is cold up there” og þar með er það búið. Nákvæmlega enginn áhugi... voða erfitt fyrir mig að venjast því að eftir að hafa alist upp í þeim skilningi að ég væri komin af merkilegustu þjóð í heimi.

Með kærri kveðju

spider-woman

PS ætli vegabréfið verði nokkuð tekið af mér??
Afsakið greyin mín hvað langt hefur liðið milli færslna hér hjá londonbaby, sem reyndar býr í Guildford. Það er í fréttum að við fjölskyldan fórum semsagt á Star Wars festivalið á Leicester Square og ástæðan sem skólinn hennar´Ásu fékk vegna fjarverunnar var sú að "The Family wishes to go to a cultural festival in london on the day". Það var mikið um dýrðir og myndir af Ásu með Stormtrooperum og Jedi riddurum glöddu marga heima á Íslandi. Ef einhver vill myndir þá bara setja í comment email addressu og ég sendi um hæl.

Síðan aðalfréttin .... ég er loksins búin að skila þessu #$%"! review document. 70 blaðsíður af snilld minni eru nú innbundnar á skrifborðum nefndarmeðlima og svo þarf ég að verja herlegheitin 14.janúar *hóst*. Þann sama dag koma elskulegir foreldrar mínir og dvelja í rúma viku í Guildfordi og sjá um heimilið og Ásu (Jozeph þarf að vinna) á meðan ég fer á leikjarannsóknaráðstefnu í Vancouver. Þar mun ég dvelja ásamt kollegum í 5 daga og hlusta á fyrirlestra um leikjarannsóknir og án efa verður einhver nördismi í gangi líka.

Hér er komið ógnarsumar með 25°C hita og tilheyrandi svita og ég er búin að kaupa sólgleraugu þannig þetta er allt að gerast hérna. (vá! hvað þetta er óspennandi færsla, held að heilinn á mér hafi bráðnað í bænum áðan)

blablabla

spider-woman

sunnudagur, maí 15, 2005

Þetta grunaði mig....

Your Inner European is Irish!



Sprited and boisterous!
You drink everyone under the table.

laugardagur, maí 14, 2005

Jæja það er best að gera eins og maður lofaði og blogga um gærkvöldið. (ég sendi víst ófá sms til vina og vandamanna heima á Íslandi og í USA og lofaði að blogga um kvöldið og maður á alltaf að gera eins og maður lofar)
Í gær rann loks upp föstudagurinn 13. sem ég og Jozeph vorum búin að bíða lengi eftir. Það kvöld hafði nefnilega The B-Movie Club auglýst goth kvöld rétt hjá Kings Cross inni í London. Búið var að panta hótel, hola mýslu niður hjá Söru vinkonu sinni. Við lögðum síðan af stað til London vopnuð svörtu naglalakki og eyeliner og lítilli ferðatösku fullri af fínum fötum (svörtum auðvitað). Eftir miklar förðunarspekúlasjónir og einn voða stóran bjór var ég orðin nokkuð sátt og skröltum við hjónin af stað. Til að gera langa sögu voða stutta þá drukkum við nokkuð marga bjóra, dönsuðum á okkur gat við þessa líka fínu tónlist, þ.á.m. Wild Boys með Duran Duran og Paradise City með Guns'n'Roses , sem vakti mjög mikla ánægju hjá nostalgíukonunni....(ekkert helv. R&B kjaftæði)
Við spjölluðum við ágætis fólk, þar á meðal Ingelu Lordsdotter fra Sverige og manninn hennar sem er skoskur. Maðurinn hennar vildi ólmur sýna okkur húðflúrin sín og fór úr að ofan og var með þetta líka fína *hóst* rúnastafróf upp allan vinstri handlegginn. Okkur tókst að finna rúnirnar okkar allra, hin besta skemmtun sem sagt. Við hétum því ennfremur að vera í sambandi og hittast í B-Movie næst (þeir halda þau ca einu sinni í mánuði).... maður veit ekki alveg með þessi fylleríistefnumót... En myndir segja meira en 1000 orð þannig skoðið endilega myndirnar á síðunni... það eru engar myndir af okkur... sorrý Anna Karen ég veit ég var búin að lofa goth mynd af mér en sem fyrr þá gleymdum við myndavélinni. Ég reyni að bæta úr þessu sem fyrst!!!

Allavega, eftir mikla gleði var skrölt heim á hótel og þá komst ég að því að ég hafði alveg gleymt að taka með andlitshreinsi og naglalakkseyði, þannig Jozeph er enn með svart naglalakk og ég leit út eins og panda þegar ég vaknaði. Vegna þessa vöktum við mikla athygli við enska morgunverðinn á hótelinu þar sem var aðallega fjölskyldufólk á leið í London Zoo og á Oxford street.

En sem sagt ... helv... gott kvöld!!!

með hálfþunnri kveðju, ekkert svo þunnri samt

spider-woman

miðvikudagur, maí 11, 2005

Á mánudaginn næsta (16. maí) verður rosa fjör á Leicester Square í London þegar Star Wars Episode III, Revenge of the Sith verður frumsýnd hér í landi. Aðdáendum gefst þá kostur að kaupa miða á allar myndirnar og horfa í einum rykk, frá klukkan 7 um morguninn....*geisp* Síðan verða hátíðahöld á torginu þar sem verða fullt af Stormtroopers og hljómsveit sem spilar Star Wars tónlist og ábyggilega fullt af Star Wars aðdáendum í fullum skrúða. Við litla nördafljölskyldan erum búin að ákveða að fara að sjá alla dýrðina, þetta verður reyndar surprise fyrir Ásu því hún veit ekki enn hvað er að fara að gerast. (Við ætlum ekki að sjá allar myndirnar, bara hátíðahöldin fyrir utan.... bara svo það sé á hreinu!)

Það sem ég er að bögglast með núna er hinsvegar hvað ég á að skrifa á absence request form fyrir skólann hennar. Þannig er að maður þarf alltaf að fylla út eyðublað ef mann vantar frí utan hinna hefðbundnu skólafría og maður þarf að gefa útskýringu og svo veitir skólastýran leyfi... eða ekki....
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að texta sem ég get sett inn á eyðublaðið sem upplýsir ekki hverskonar nördar skipa þessa fjölskyldu né lýgur að skólastýrunni þá vinsamlega skrifið í komment.


may the force be with you

spider-woman

mánudagur, maí 09, 2005

Hér var mikið um dýrðir í gær, þegar mýsla hélt upp á 7 ára afmælið. Hún var búin að bjóða nokkrum vel völdum einstaklingum til veislu og var mjög hörð á hver fengi að koma og hver ekki. Til þess að uppfylla skilyrði fyrir inngöngu í afmælið þurfti viðkomandi að hafa gaman að Pokemon og Star-Wars, þar afleiðandi komu til greina 6 strákar og 2 stelpur (önnur fékk bara að koma með af því að hún var litla systir eins). Móðirin reyndi eins og hún gat að sannfæra Mýslu að bjóða fleirum ein allir voru úr leik vegna þess að áðurnefnt áhugasvið var ekki til staðar.

Afmælisundirbúningurinn gekk á afturfótunum eins og vera ber og tókst mér hvorki að baka pönnukökur né afmælisköku vegna almenns klaufaskapar sem einkenndi daginn fyrir afmælið. Ég baka pönnukökur og súkkulaðikökur mjög oft og það er ALDREI vesen en af því að það var afmæli þá fór allt til fjandans ...... Ég, sjálfri mér lík, fékk algert kast og var rosalega fúl og æst yfir þessu öllu saman og ekki bætti úr skák að tengdamóðir var hérna þannig að þetta varð allt mun flóknara..... Ég skil ekki af hverju maður getur ekki bara verið eðlilegur stundum....ég virðist stundum eiga við einhver vandamál að stríða, það er ekki eðlilegt hvað maður getur látið skapið hlaupa með sig í gönur. Ég er núna búin að biðja Jozeph að hnippa aðeins í mig ef ég fer eitthvað að færa mig upp í hæstu hæðir, hann er ekki alveg viss að hann þori því en ..... við sjáum hvað gerist... Í anda Friends var hann að hugsa um að segja við mig þegar næsta kast er í uppsigi... "Thordis , I think you have gone over to the BAD place...."

En afmælisdagurinn rann upp bjartur og fagur og gestirnir tóku að tínast að um eittleytið og fóru heim um fjögur. Afmælisveislan, samkvæmt ströngum fyrirmælum mýslu, átti að snúast um að allir áttu að spila eins mikið af tölvuleikjum eins og þeir/þær gátu. Eftir smá brölt var svo komið að Jack (aka Luke Skywalker) spilaði einn Spyro í öðru sjónvarpinu og allir horfðu á hann spila því hann var sko bestur í þessum leik. Aftursætisbílstjórarnir, aðallega Ása, gáfu samt nokkur góð ráð og hrópuðu og kölluðu ef þeim leist ekki á blikuna. Það kom svo í ljós að Jack átti þennan leik heima og hann og bróðir hans (11 ára) voru búnir að spila hann fram og til baka sem útskýrði gífurlega hæfileika hans á þessu sviði. Ég og mýsla erum nefnilega búnar að spila nokkuð lengi en hefur ekki tekist að komast eins langt og Jack!

Síðan var tekið smá hlé og haldiði í picnic á stofugólfinu, þar sem borðaðar voru pizzur, snakk og afmæliskaka í líki hunds frá Marks & Spencer.
Ása fékk margar góðar gjafir, m.a. Gameboy Advance leikjatölvu, Star Wars Millenium Falcon geimskip, Harry Potter skikkju, Star Wars Lego, regnkápu, Pokemon 5 the movie og Star Wars Episode II og sitthvað fleira. Það var voða glöð og þreytt lítil mús sem lagðist til svefns í gærkvöldi.

kveðjur frá Wycliffe

spider-woman.... dálítið insane en samt ekki eins insane og á laugardagskvöldið