miðvikudagur, maí 11, 2005

Á mánudaginn næsta (16. maí) verður rosa fjör á Leicester Square í London þegar Star Wars Episode III, Revenge of the Sith verður frumsýnd hér í landi. Aðdáendum gefst þá kostur að kaupa miða á allar myndirnar og horfa í einum rykk, frá klukkan 7 um morguninn....*geisp* Síðan verða hátíðahöld á torginu þar sem verða fullt af Stormtroopers og hljómsveit sem spilar Star Wars tónlist og ábyggilega fullt af Star Wars aðdáendum í fullum skrúða. Við litla nördafljölskyldan erum búin að ákveða að fara að sjá alla dýrðina, þetta verður reyndar surprise fyrir Ásu því hún veit ekki enn hvað er að fara að gerast. (Við ætlum ekki að sjá allar myndirnar, bara hátíðahöldin fyrir utan.... bara svo það sé á hreinu!)

Það sem ég er að bögglast með núna er hinsvegar hvað ég á að skrifa á absence request form fyrir skólann hennar. Þannig er að maður þarf alltaf að fylla út eyðublað ef mann vantar frí utan hinna hefðbundnu skólafría og maður þarf að gefa útskýringu og svo veitir skólastýran leyfi... eða ekki....
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að texta sem ég get sett inn á eyðublaðið sem upplýsir ekki hverskonar nördar skipa þessa fjölskyldu né lýgur að skólastýrunni þá vinsamlega skrifið í komment.


may the force be with you

spider-woman

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gætir skrifað:I request a leave for my daughter because of cultural committments eða because of family committments. kveðja Ása

1:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lýst vel á cultural commitment afsökunina því nördismi á svona háu stigi er náttúrulega kúltúr; so there is no lie in that.
Stórt og mikið afmælisknús til Mýslu li... meina stóru :)

3:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home