Hér var mikið um dýrðir í gær, þegar mýsla hélt upp á 7 ára afmælið. Hún var búin að bjóða nokkrum vel völdum einstaklingum til veislu og var mjög hörð á hver fengi að koma og hver ekki. Til þess að uppfylla skilyrði fyrir inngöngu í afmælið þurfti viðkomandi að hafa gaman að Pokemon og Star-Wars, þar afleiðandi komu til greina 6 strákar og 2 stelpur (önnur fékk bara að koma með af því að hún var litla systir eins). Móðirin reyndi eins og hún gat að sannfæra Mýslu að bjóða fleirum ein allir voru úr leik vegna þess að áðurnefnt áhugasvið var ekki til staðar.
Afmælisundirbúningurinn gekk á afturfótunum eins og vera ber og tókst mér hvorki að baka pönnukökur né afmælisköku vegna almenns klaufaskapar sem einkenndi daginn fyrir afmælið. Ég baka pönnukökur og súkkulaðikökur mjög oft og það er ALDREI vesen en af því að það var afmæli þá fór allt til fjandans ...... Ég, sjálfri mér lík, fékk algert kast og var rosalega fúl og æst yfir þessu öllu saman og ekki bætti úr skák að tengdamóðir var hérna þannig að þetta varð allt mun flóknara..... Ég skil ekki af hverju maður getur ekki bara verið eðlilegur stundum....ég virðist stundum eiga við einhver vandamál að stríða, það er ekki eðlilegt hvað maður getur látið skapið hlaupa með sig í gönur. Ég er núna búin að biðja Jozeph að hnippa aðeins í mig ef ég fer eitthvað að færa mig upp í hæstu hæðir, hann er ekki alveg viss að hann þori því en ..... við sjáum hvað gerist... Í anda Friends var hann að hugsa um að segja við mig þegar næsta kast er í uppsigi... "Thordis , I think you have gone over to the BAD place...."
En afmælisdagurinn rann upp bjartur og fagur og gestirnir tóku að tínast að um eittleytið og fóru heim um fjögur. Afmælisveislan, samkvæmt ströngum fyrirmælum mýslu, átti að snúast um að allir áttu að spila eins mikið af tölvuleikjum eins og þeir/þær gátu. Eftir smá brölt var svo komið að Jack (aka Luke Skywalker) spilaði einn Spyro í öðru sjónvarpinu og allir horfðu á hann spila því hann var sko bestur í þessum leik. Aftursætisbílstjórarnir, aðallega Ása, gáfu samt nokkur góð ráð og hrópuðu og kölluðu ef þeim leist ekki á blikuna. Það kom svo í ljós að Jack átti þennan leik heima og hann og bróðir hans (11 ára) voru búnir að spila hann fram og til baka sem útskýrði gífurlega hæfileika hans á þessu sviði. Ég og mýsla erum nefnilega búnar að spila nokkuð lengi en hefur ekki tekist að komast eins langt og Jack!
Síðan var tekið smá hlé og haldiði í picnic á stofugólfinu, þar sem borðaðar voru pizzur, snakk og afmæliskaka í líki hunds frá Marks & Spencer.
Ása fékk margar góðar gjafir, m.a. Gameboy Advance leikjatölvu, Star Wars Millenium Falcon geimskip, Harry Potter skikkju, Star Wars Lego, regnkápu, Pokemon 5 the movie og Star Wars Episode II og sitthvað fleira. Það var voða glöð og þreytt lítil mús sem lagðist til svefns í gærkvöldi.
kveðjur frá Wycliffe
spider-woman.... dálítið insane en samt ekki eins insane og á laugardagskvöldið
Afmælisundirbúningurinn gekk á afturfótunum eins og vera ber og tókst mér hvorki að baka pönnukökur né afmælisköku vegna almenns klaufaskapar sem einkenndi daginn fyrir afmælið. Ég baka pönnukökur og súkkulaðikökur mjög oft og það er ALDREI vesen en af því að það var afmæli þá fór allt til fjandans ...... Ég, sjálfri mér lík, fékk algert kast og var rosalega fúl og æst yfir þessu öllu saman og ekki bætti úr skák að tengdamóðir var hérna þannig að þetta varð allt mun flóknara..... Ég skil ekki af hverju maður getur ekki bara verið eðlilegur stundum....ég virðist stundum eiga við einhver vandamál að stríða, það er ekki eðlilegt hvað maður getur látið skapið hlaupa með sig í gönur. Ég er núna búin að biðja Jozeph að hnippa aðeins í mig ef ég fer eitthvað að færa mig upp í hæstu hæðir, hann er ekki alveg viss að hann þori því en ..... við sjáum hvað gerist... Í anda Friends var hann að hugsa um að segja við mig þegar næsta kast er í uppsigi... "Thordis , I think you have gone over to the BAD place...."
En afmælisdagurinn rann upp bjartur og fagur og gestirnir tóku að tínast að um eittleytið og fóru heim um fjögur. Afmælisveislan, samkvæmt ströngum fyrirmælum mýslu, átti að snúast um að allir áttu að spila eins mikið af tölvuleikjum eins og þeir/þær gátu. Eftir smá brölt var svo komið að Jack (aka Luke Skywalker) spilaði einn Spyro í öðru sjónvarpinu og allir horfðu á hann spila því hann var sko bestur í þessum leik. Aftursætisbílstjórarnir, aðallega Ása, gáfu samt nokkur góð ráð og hrópuðu og kölluðu ef þeim leist ekki á blikuna. Það kom svo í ljós að Jack átti þennan leik heima og hann og bróðir hans (11 ára) voru búnir að spila hann fram og til baka sem útskýrði gífurlega hæfileika hans á þessu sviði. Ég og mýsla erum nefnilega búnar að spila nokkuð lengi en hefur ekki tekist að komast eins langt og Jack!
Síðan var tekið smá hlé og haldiði í picnic á stofugólfinu, þar sem borðaðar voru pizzur, snakk og afmæliskaka í líki hunds frá Marks & Spencer.
Ása fékk margar góðar gjafir, m.a. Gameboy Advance leikjatölvu, Star Wars Millenium Falcon geimskip, Harry Potter skikkju, Star Wars Lego, regnkápu, Pokemon 5 the movie og Star Wars Episode II og sitthvað fleira. Það var voða glöð og þreytt lítil mús sem lagðist til svefns í gærkvöldi.
kveðjur frá Wycliffe
spider-woman.... dálítið insane en samt ekki eins insane og á laugardagskvöldið
2 Comments:
Pönnukökubakstur krefst mikils sjálfsaga og umfram allt jákvæðni þegar ábjátar og svo að láta ekkert koma sér á óvart. A la Önnu Bjarna langömmu þinnar þegar þig og Ásdísi langaði í pönnsur þegar þið voruð í heimsókn hjá henni og mamma ykkar sagði að þær væru ekki til. Þá var svarið ,, það eru alltaf til pönnukökur það á bara eftir að baka þær"
sæl frænka
til hamingju með mýslu.Hló mikið af kommentinu hér á undan.Fékk nostalgíukast og langaði heim á Ísó. Annars eru ma og pa búin byggja sér sumarbústað í Langadal og þar verður reglulega ættarmót í sumar. Kemur þú á Góustaðarmótið?
'eg ætla að henda minni fjölskyldu upp í bíl og bruna vestur.
Hér er sól, er á leiðinni út í garð að gróðursetja, orðin ráðsett á nesinu:O
kv
Syngibjörg frænka
Skrifa ummæli
<< Home