Þjóðhverfan virðist ná hærri hæðum dag hvern!
“Breski leikstjórinn Richard Curtis, sem leikstýrði m.a. myndinni Love Actually, hefur gert leikna sjónvarpsmynd, sem gerist m.a. á Íslandi og tengist ímynduðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Reykjavík. Breskir fjölmiðlar segja frá því í dag að á blaðamannafundi í vikunni hafi íslenskur blaðamaður staðið upp og hundskammað Curtis fyrir vanþekkingu um Ísland.Ekki kemur fram hver blaðamaðurinn var, en hann sagði m.a. að í myndinni væru staðhættir ónákvæmir. M.a. gerðust atriði í myndinni á flugvelli sem aðeins væri fyrir innanlandsflug og því hefðu persónurnar, sem fjallað er um, aldrei átt að stiga fæti.”
(mbl.is, 27.05.2005)
Þessi frétt var sem sagt á mbl.is í dag og segir frá kvikmynd sem gerð er sem hluti af herferðinni Make Poverty History sem er gífurlega stór herferð hérna í Bretlandi sem miðar að því að vekja athygli stjórnmálamanna á hrikalegri fátækt sem veldur dauða 30.000 barna á dag um allan heim! Herferðarfólk hvetur einnig til þess að skuldir fátækra ríkja verði felld niður auk þess að réttlátt verð sé greitt fyrir afurðir og vinnu í þessum löndum.
Einvern veginn finnst mér að þessi herferð og þau mál sem hún berst fyrir ætti að vera aðalmálið í sambandi við frumsýningu þessarar myndar en ónefnda íslenska blaðamanninum hefur greinilega fundist aðalmálið að “rangur” flugvöllur hafi verið notaður í kvikmyndinni og er alveg bit yfir þessarri vanþekkingu.
Mig langar af þessu tilefni og fjöldamörgum öðrum að vekja athygli á því að Ísland er, ólíkt því sem Íslendingar halda, ekki miðpunktur alheimsins. Það veit enginn neitt um Ísland og öllum er skítsama um Ísland!!! Ísland er ekki merkilegasta land í heimi og það er ekki samdóma álit allra í heiminum að þar sé að finna stórfenglegustu náttúruna, fallegustu konurnar, besta vatnið, besta lambakjötið, bestu fótboltamennina, besta hljómlistafólkið, besta kókið og hreinasta loftið. Ég veit það er erfitt að trúa þessu, “believe you me” það tók mig dálítinn tíma uppgötva þetta og það var voða erfitt *snökt* Fólki hérna finnst Íslendingar bara ekkert merkilegir, þeir eru settir í nákvæmlega sama hóp og aðrir “útlendingar” sem hér búa, sama hvaðan þeir eru í heiminum.
Flest fólk sem ég hitti og spyr mig hvaðan ég sé verður fyrst pínu hissa (margir halda nefnilega að Ísland sé ekki byggt) og segir svo í kurteisisskyni, “ I have always wanted to go there” eða “ oh! I bet it is cold up there” og þar með er það búið. Nákvæmlega enginn áhugi... voða erfitt fyrir mig að venjast því að eftir að hafa alist upp í þeim skilningi að ég væri komin af merkilegustu þjóð í heimi.
Með kærri kveðju
spider-woman
PS ætli vegabréfið verði nokkuð tekið af mér??
“Breski leikstjórinn Richard Curtis, sem leikstýrði m.a. myndinni Love Actually, hefur gert leikna sjónvarpsmynd, sem gerist m.a. á Íslandi og tengist ímynduðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Reykjavík. Breskir fjölmiðlar segja frá því í dag að á blaðamannafundi í vikunni hafi íslenskur blaðamaður staðið upp og hundskammað Curtis fyrir vanþekkingu um Ísland.Ekki kemur fram hver blaðamaðurinn var, en hann sagði m.a. að í myndinni væru staðhættir ónákvæmir. M.a. gerðust atriði í myndinni á flugvelli sem aðeins væri fyrir innanlandsflug og því hefðu persónurnar, sem fjallað er um, aldrei átt að stiga fæti.”
(mbl.is, 27.05.2005)
Þessi frétt var sem sagt á mbl.is í dag og segir frá kvikmynd sem gerð er sem hluti af herferðinni Make Poverty History sem er gífurlega stór herferð hérna í Bretlandi sem miðar að því að vekja athygli stjórnmálamanna á hrikalegri fátækt sem veldur dauða 30.000 barna á dag um allan heim! Herferðarfólk hvetur einnig til þess að skuldir fátækra ríkja verði felld niður auk þess að réttlátt verð sé greitt fyrir afurðir og vinnu í þessum löndum.
Einvern veginn finnst mér að þessi herferð og þau mál sem hún berst fyrir ætti að vera aðalmálið í sambandi við frumsýningu þessarar myndar en ónefnda íslenska blaðamanninum hefur greinilega fundist aðalmálið að “rangur” flugvöllur hafi verið notaður í kvikmyndinni og er alveg bit yfir þessarri vanþekkingu.
Mig langar af þessu tilefni og fjöldamörgum öðrum að vekja athygli á því að Ísland er, ólíkt því sem Íslendingar halda, ekki miðpunktur alheimsins. Það veit enginn neitt um Ísland og öllum er skítsama um Ísland!!! Ísland er ekki merkilegasta land í heimi og það er ekki samdóma álit allra í heiminum að þar sé að finna stórfenglegustu náttúruna, fallegustu konurnar, besta vatnið, besta lambakjötið, bestu fótboltamennina, besta hljómlistafólkið, besta kókið og hreinasta loftið. Ég veit það er erfitt að trúa þessu, “believe you me” það tók mig dálítinn tíma uppgötva þetta og það var voða erfitt *snökt* Fólki hérna finnst Íslendingar bara ekkert merkilegir, þeir eru settir í nákvæmlega sama hóp og aðrir “útlendingar” sem hér búa, sama hvaðan þeir eru í heiminum.
Flest fólk sem ég hitti og spyr mig hvaðan ég sé verður fyrst pínu hissa (margir halda nefnilega að Ísland sé ekki byggt) og segir svo í kurteisisskyni, “ I have always wanted to go there” eða “ oh! I bet it is cold up there” og þar með er það búið. Nákvæmlega enginn áhugi... voða erfitt fyrir mig að venjast því að eftir að hafa alist upp í þeim skilningi að ég væri komin af merkilegustu þjóð í heimi.
Með kærri kveðju
spider-woman
PS ætli vegabréfið verði nokkuð tekið af mér??
3 Comments:
hahahaha
bandaríkjamenn verða reyndar alltaf voða ánægðir þegar maður segist vera frá Íslandi...svo ánægðir að ég ætla að byrja á því að ljúga hvaðan ég sé.....segjast bara vera frá Atlanta eða eikkvað.
Þetta grunaði mig alltaf! Gat nú verið að þú rændir mann þjóðarstoltinu. Sveiattan.
Ég er nú ekki eins ánægður með þetta blogg og það fyrra. Auðvitað erum við merkileg, miklu merkilegri en við höldum meira að segja eða það finnst mér og það sérstaklega af því að við erum Íslendingar. Skítt með hvað öðrum finnst. Ef okkur finnst það ekki sjálfum þá finnst það engum heldur.
Sá gamli aftur og kominn í útvíðar
Skrifa ummæli
<< Home