föstudagur, maí 27, 2005

Afsakið greyin mín hvað langt hefur liðið milli færslna hér hjá londonbaby, sem reyndar býr í Guildford. Það er í fréttum að við fjölskyldan fórum semsagt á Star Wars festivalið á Leicester Square og ástæðan sem skólinn hennar´Ásu fékk vegna fjarverunnar var sú að "The Family wishes to go to a cultural festival in london on the day". Það var mikið um dýrðir og myndir af Ásu með Stormtrooperum og Jedi riddurum glöddu marga heima á Íslandi. Ef einhver vill myndir þá bara setja í comment email addressu og ég sendi um hæl.

Síðan aðalfréttin .... ég er loksins búin að skila þessu #$%"! review document. 70 blaðsíður af snilld minni eru nú innbundnar á skrifborðum nefndarmeðlima og svo þarf ég að verja herlegheitin 14.janúar *hóst*. Þann sama dag koma elskulegir foreldrar mínir og dvelja í rúma viku í Guildfordi og sjá um heimilið og Ásu (Jozeph þarf að vinna) á meðan ég fer á leikjarannsóknaráðstefnu í Vancouver. Þar mun ég dvelja ásamt kollegum í 5 daga og hlusta á fyrirlestra um leikjarannsóknir og án efa verður einhver nördismi í gangi líka.

Hér er komið ógnarsumar með 25°C hita og tilheyrandi svita og ég er búin að kaupa sólgleraugu þannig þetta er allt að gerast hérna. (vá! hvað þetta er óspennandi færsla, held að heilinn á mér hafi bráðnað í bænum áðan)

blablabla

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home