laugardagur, maí 14, 2005

Jæja það er best að gera eins og maður lofaði og blogga um gærkvöldið. (ég sendi víst ófá sms til vina og vandamanna heima á Íslandi og í USA og lofaði að blogga um kvöldið og maður á alltaf að gera eins og maður lofar)
Í gær rann loks upp föstudagurinn 13. sem ég og Jozeph vorum búin að bíða lengi eftir. Það kvöld hafði nefnilega The B-Movie Club auglýst goth kvöld rétt hjá Kings Cross inni í London. Búið var að panta hótel, hola mýslu niður hjá Söru vinkonu sinni. Við lögðum síðan af stað til London vopnuð svörtu naglalakki og eyeliner og lítilli ferðatösku fullri af fínum fötum (svörtum auðvitað). Eftir miklar förðunarspekúlasjónir og einn voða stóran bjór var ég orðin nokkuð sátt og skröltum við hjónin af stað. Til að gera langa sögu voða stutta þá drukkum við nokkuð marga bjóra, dönsuðum á okkur gat við þessa líka fínu tónlist, þ.á.m. Wild Boys með Duran Duran og Paradise City með Guns'n'Roses , sem vakti mjög mikla ánægju hjá nostalgíukonunni....(ekkert helv. R&B kjaftæði)
Við spjölluðum við ágætis fólk, þar á meðal Ingelu Lordsdotter fra Sverige og manninn hennar sem er skoskur. Maðurinn hennar vildi ólmur sýna okkur húðflúrin sín og fór úr að ofan og var með þetta líka fína *hóst* rúnastafróf upp allan vinstri handlegginn. Okkur tókst að finna rúnirnar okkar allra, hin besta skemmtun sem sagt. Við hétum því ennfremur að vera í sambandi og hittast í B-Movie næst (þeir halda þau ca einu sinni í mánuði).... maður veit ekki alveg með þessi fylleríistefnumót... En myndir segja meira en 1000 orð þannig skoðið endilega myndirnar á síðunni... það eru engar myndir af okkur... sorrý Anna Karen ég veit ég var búin að lofa goth mynd af mér en sem fyrr þá gleymdum við myndavélinni. Ég reyni að bæta úr þessu sem fyrst!!!

Allavega, eftir mikla gleði var skrölt heim á hótel og þá komst ég að því að ég hafði alveg gleymt að taka með andlitshreinsi og naglalakkseyði, þannig Jozeph er enn með svart naglalakk og ég leit út eins og panda þegar ég vaknaði. Vegna þessa vöktum við mikla athygli við enska morgunverðinn á hótelinu þar sem var aðallega fjölskyldufólk á leið í London Zoo og á Oxford street.

En sem sagt ... helv... gott kvöld!!!

með hálfþunnri kveðju, ekkert svo þunnri samt

spider-woman

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekki amaleg byrjun á deginum það fyrir þá sem voru á leið í Zooið- íslensk panda! takk fyrir smsið - það vakti gífurlega lukku!

4:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hefur greinilega verið rokna stuð...wild boys ómar í mínu höfði nú :)
Já þið verðið að taka myndir næst..maður verður fá að sjá ykkur í dressinu....ég bíð spennt

Kveðja
Anna Karen

7:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home