mánudagur, febrúar 23, 2004




You're Mrs. Dalloway!

by Virginia Woolf

Your life seems utterly bland and normal to the casual observer, but
inside you are churning with a million tensions and worries. The company you surround
yourself with may be shallow, but their effects upon your reality are tremendously deep.
To stay above water, you must try to act like nothing's wrong, but you know that the
truth is catching up with you. You're not crazy, you're just a little unwell. But no
doctor can help you now.



Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.



Er þetta ekki eitthvað sorglegt? Kannski er þetta af því ég sá The Hours um daginn. Mikið ósköp greip sú mynd mig, tók hana af rælni, af því ég er orðin hálf þreytt á henni Nicole Kidman og ætlaði mér ekkert endilega að sjá The Hours út af því. Reyndar fannst mér Julianne Moore bera þessa mynd uppi og vegna hennar grét ég út í hið óendanlega.
Það hefur komið fram hérna áður að ég er grátkona mikil og tel það hina bestu heilsubót að skæla smá þegar eitthvað bjátar á.
Ég gerðist meira að segja einu sinni svo fræg að gráta á yfirmann minn í vinnunni og ég held að það hafi verið í eina skiptið sem hlustað var á mig í þeirri vinnu þannig að ég vil endilega hefja grát til vegs og virðingar til að efla lýðheilsu. (lýðheilsa er voða mikið tískuorð þessa dagana þannig það er kjörið að skella því hérna inn svo það líti út fyrir að maður sé svolítill fræðimaður.

Bestu kveðjur litlu vinir

spider-woman

föstudagur, febrúar 20, 2004

Hér með tilkynnist að ég, spider-woman, mun heiðra Ísland og Íslendinga með nærveru minni þ. 13-20. apríl - að báðum dögum meðtöldum. Vildi bara láta ykkur vita með góðum fyrirvara svo þið getið hripað niður í dagbækurnar ykkar þennan merka atburð.
Ennfremur tilynnist að ungfrú Ása Tása mun drepa niður fæti á Íslandi 2.-20. apríl, enn að báðum dögum meðtöldum.

Húrra fyrir því!!!!

spider-woman

ps Ég og Anna verðum í kolaportinu þessa helgi sem ég verð á landinu, vildi bara láta ykkur vita því seinast fengu færri en vildu. Það gleður mig að tilkynna að vöruúrvalið verður enn glæsilegra en síðast svo verið viðbúin!!

laugardagur, febrúar 14, 2004

Ég ætla hér í dag að tjá mig aðeins um lýtaaðgerðir svona til að vera með í umræðunni sem mér skilst að sé í gangi heima. Fyrst vil ég tilkynna að ég er hvorki með né á móti lýtaaðgerðum eða raunveruleikaþáttum. Hins vegar er eitthvað sem truflar mig ótrúlega mikið við þessa samsetningu. Ég er búin að vera að grufla í mér og reyna að finna út af hverju þetta truflar mig svona mikið og ástæðan er sú að mér finnst þetta vera frekar sorgleg framþróun hjá mannskepnunni.

Ég sá þátt hérna í breska sjónvarpinu sem fjallaði meðal annars um 14 ára stúlku í Bandaríkjunum sem fór í fitusog því hún átti enga vini, var strítt í skólanum og hafði ekkert sjálfstraust að eigin sögn. Eftir aðgerðina leið henni greinilega mjög illa, þó hresstist hún aðeins þegar mamma hennar kom og færði henni súkkulaði að rúmstokknum.

Þessi hræðsla við að passa ekki inn í normið og hræðsla við að fara í skólann hafði lagt enn eitt fórnarlambið að velli. Það er auðveldara að fara í fitusog heldur en að standa uppi í hárinu á hinni ógnarsterku innrætingu að allir eigi að vera mjóir. Ef það er einhver von til þess að maður komist í gegnum dag í skólanum þar sem manni er ekki strítt þá grípur maður tækifærið og hrekkjusvínin vinna enn einn sigurinn. Fórnarlambið gefst upp og vinnur sér inn smá frið á meðan hrekkusvínin finna upp á einhverju öðru til að stríða út af.

Það sorglega er að hrekkjusvínin eru allstaðar og þau eru alltaf að vinna stærri og stærri sigra. Við erum öll lögð í einelti á hverjum degi og við erum svo vön því að við tökum ekki eftir því lengur. Við erum í sífellu hrædd við að vera púkó, feit, loðin, horuð, brjóstastór, limalítil, illa lyktandi, andfúl, ófríð, tuskuleg, halló, bólótt og svo mætti lengi telja. Ótal lausnir eru í boði og við kaupum þær allar því það er auðveldara en að mæta fordómafullu hrekkjusvínunum sem leggja línurnar um hvernig fólk á að líta út og hugsa.

Málið er ekki svo einfalt að ég ætli núna að bera kennsl á hrekkjusvínin og koma fram með einhverja lausn á málinu, því það sorglega er að um leið og við erum öll lögð í einelti þá erum við um leið öll hrekkjusvín- að mismiklu leyti samt.
Það erfiða í málinu er að sum hrekkjusvín hafa meira völd en önnur til að koma kúgun sinni á framfæri og það sorglegasta er að sum þeirra græða peninga á því að hræða aðra. Sum eru í þeirri afbragðsgóðu aðstöðu að geta gert bæði í einu. Þau leggja í sífellu línurnar um hvernig allt á að líta út, jafnt menn sem húsmunir og línurnar breytast með ákveðnu millibili svo allir lendi aftur á byrjunarreit og þurfi að byrja upp á nýtt að kaupa og breyta því sem á vantar. Svo vel vill til að þau geta líka selt þér það sem þig vantar. Lítil brjóst eru inn þetta árið, stór brjóst næsta, lögulegur rass, flatur rass, litlar augabrúnir, loðnar augabrúnir.

Við náum aldrei fullkomnun en reynum að halda í við hópinn og sjálfstraustið fer sífellt lækkandi. Ég hef enga trú á að lýtaaðgerðir lagi lítið sjálfstraust, það þarf eitthvað meira til en það. Örugg langtímalausn er að láta ekki leggja sig í einelti og láta boðskap hrekkjusvína sem vind um eyru þjóta. Það er því miður erfiðara að framkvæma en að predika.

Þetta eru mín tvö pens inn í þessa umræðu.


spider-woman
Sheperds Pie bragðaðist mjög vell takk fyrir, í gær var síðan Spaghetti Carbonara og í kvöld var sushi. Voða gaman fyrir ykkur að vita matseðilinn.

bestu kveðjur

spider-woman

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Mig langaði bara að deila með ykkur lesendur góðir nær og fjær að ég er að elda Sheperds Pie hér í Englandi og er nokkuð stolt af uppátækinu. Þið fáið að vita á eftir hvernig bragðast.

Luvya all

spider-woman

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hér sit ég og get ekki annað! ÉG er að pikka á laptopinn á meðan ég horfi á Eastenders með öðru auganu. Þar er alltaf voða mikið uppistand og um 1/3 af öllu standinu má rekja til einnar stúlkukindar sem er búin að vera á barmi taugaáfalls síðan hún flutti á Albert Square (sem er ca. 6 mánuðir). Síðast er í fréttum að hún komst að því að hún hafði verið í ástarsambandi við hálfbróður sinn og annar bróðir hennar er í coma.
Ég er voða fegin að þurfa ekki að leika í Eastenders, frekar vil ég vera lítil húsmóðir/stúdent því að leika einhvern sem er sífellt grenjandi og með eitthvað trauma á öxlunum hlýtur að vera dálítið þreytandi. Ég held svei mér þá að hún hafi bara aldrei brosað eftir að hafa flutt inn til Eastenders, grey kvölin.
Þið sjáið kannski að ég er hálf andlaus í dag, að blogga um Eastenders er hálf sorglegt en svona er bara komið fyrir manni.
Kveðjur úr Tanglewood litlu kindur


spider-woman hin andlausa

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ósköp er maður nú heill á geði, pínu athyglissjúkur eins og sést á því að maður heldur úti bloggsíðu og auglýsir næstum daglega hvað maður er að gera og hvað maður á skemmtilegt líf og frábært barn.

DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:Low
Schizotypal:Low
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:Moderate
Narcissistic:Low
Avoidant:Low
Dependent:Low
Obsessive-Compulsive:Low

-- Personality Disorder Test - Take It! --




Varðandi sniðuga barnið þá sagði hún mér áðan þegar ég krafði skýringa ákveðnum hlut: "Mamma þetta er rosalega flókið, ég skal segja þér þetta þegar þú ert orðin stærri."

Annars er bara allt í fína mér finnst bara að þið góða fólk sem dettið hérna inn eigið að kvitta í kommentakerfið og segja mér eitthvað skemmtilegt þar sem ég er voða einmana þessa dagana og langar að heyra í fólki frá "gamla landinu".
Best að fara að horfa á Eastenders,það er alltaf eitthvað fjör þar.

Góðar stundir

spider-woman hin geðheilbrigða

mánudagur, febrúar 02, 2004

Oft eru nú fréttirnar ár mbl.is geysispennandi en nú slá þeir allt út. Núna bjóða þeir upp á að fólk geti í eyðurnar og setji saman sínar eigin fréttir. Ég ákvað að nýta mér þetta einstaka tilboð og tek nú fyrir frétt sem svo hljóðar:


"Sagðist hafa orðið vitni að milligöngu um vændi"

"Eftir hádegi á laugardag hringdi maður til lögreglunnar í Reykjavík og tilkynnti að hann hafi hugsanlega orðið vitni að milligöngu um vændi í miðborginni. Nokkrir bílar hafi komið og hitt á mann sem beið við rauðan staur hjá pylsuvagni í miðbænum. Síðan hafi komið „melluleg" kona og farið með einum af þeim í bíl. Ekki gat maðurinn þó lýst bílunum né fólkinu sem í hlut átti.

Þá var tilkynnt um mann sem gerði það að leik sínum að rispa hlið á bifreið í vesturborginni. Maðurinn tók eftir því að til hans sást og kom sér á brott áður en lögregla kom á vettvang. Bifreiðin var rispuð eftir allri hliðinni.

Um kvöldmat á laugardag var tilkynnt um ungt fólk sem var strandaglópar á Akurey með bilaðan slöngubát. Björgunarsveitarmenn sóttu fólkið í eyjuna en það hafði verið að skjóta svartfugl þegar báturinn bilaði." (mbl.is, 02.02.04)


Sko ég er er viss um að einn af mönnunum hafi orðið spældur að missa af ,,mellulegu" konunni og elt þann sem hún fór með. Síðan hefur hann beðið eftir því að þau kæmu sér að verki og tekið við að rispa bíl kúnnans. Þurfti hann að gera hlé á verkinu á meðan hann hljóp á undan löggunni.
Eftir að löggan var farin ætlaði hann að taka til við fyrri iðju en þá komu "mellulega" konan og kúnninn að honum. Kúnninn sá bílinn sinn allan rispaðan og fór að gráta og "mellulega" konan varð alveg miður sín. Risparinn fékk þá þetta rosalega samviskubit og til að gera vel við kúnnan ákvað hann að bjóða parinu með sér í bátsferð til Akureyjar að skjóta svartfugl.
Parið þiggur boðið en þegar út á haf var komið varð kúnninn eitthvað svekktur út af rispaða bílnum sínum og ákvað að hefna sín og rispa slöngubát risparans sem fór að leka. Þau hringja síðan á björgunarsveit úr Akurey, allir komast heim heilir á höldnu um kvöldmatarleytið. The End

Mjög viðburðaríkur dagur hjá sumum! Ég fæ alveg minnimáttarkennd.

spider-woman fréttaskýrandi