laugardagur, febrúar 03, 2007

Hvernig getur staðið á því að það sem heitir skv pakkanum Yoghurt Coconut Clusters er skv innihaldslýsingu 75% mjólkursúkkulaði og einungis 1% jógúrtduft? Ég kippti þessu með úr heilsu-snarls-rekkanum í Tesco þar sem ég kaupi alltaf jógúrt húðaðar rúsínur handa mýslunni sem hún tekur með í skólann. Maður þarf greinilega að fara að lesa innihaldslýsingar af meiri móð...kannski eru egg ekkert egg...kannski eru þau bara 78% maís...

Það er alltaf eitthvað verið að plata mann...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

lestu Big Issue þá færðu svör við þessum heilabrotum þínum

11:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home