miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Gleymdi að bæta því við í afþreyingarpistilinn hérna fyrir neðan að ég er ekki að spila neina leiki sem stendur þar sem tölvan mín "datt um koll og dó" og ég er að bíða eftir nýju móðurborði. Þess vegna hef ég eytt kvöldunum fyrir framan sjónvarpið og finn heilann í mér visna og sálina deyja smátt og smátt yfir öllum raunveruleikaþáttunum og rassvasasálfræðinni þar sem þar viðgengst. Óþolandi rusl og mín vegna mega allir þessir þættir keyra á staur!!

Svo segir fólk að tölvuleikir séu mannskemmandi !?! Ég segi nú bara Uber Pwnage FTW Woot!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott að vita að ekki þarf að eyða tímanum í Night Watch, nóg er nú samt að gera í litla landinu. Annars þetta: Í dag er föstudagur á Fróni og þá segir maður "góða helgi" mín kæra og kveðjur og kossar til ykkar frá mér.
Inga Lóa.

8:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home