miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Leigði "spólu" í gærkvöldi, í fyrsta sinn í óratíma. Völdum rússnesku myndina NightWatch sem var alveg brilliant!!. Hún er víst fyrsta myndin af trílógíu þannig núna bíðum við spennt eftir næstu tveimur. Ótrúlega hressandi að horfa á myndir þar sem maður þekkir ekki leikarana...ég er nefnilega komin með eitthvað syndróm þar sem mér tekst ekki að sjá ákveðna "stórleikara" sem karakterana sem þeir leika...sé þá alltaf bara sem þá sjálfa og það er bara rugl! Þetta á alveg sérstaklega við Jude Law og Nicole Kidman enda reyni ég að forðast myndir með þeim tveimur.

(Ég vil hinsvegar taka fram ef mamma eða Inga Lóa skyldu lesa þetta sem og aðrir sem ekki hafa gaman að fantasíumyndum að þetta er ekki mynd fyrir ykkur!!)

Hey svo vil ég líka mæla með myndinni Volver...man ekki hvort ég var búin að því áður...

Síðan las ég í blaðinu að bókaútgáfufyrirtæki hér í landi hefði nýverið gefið út tvær bækur eftir Tove Jansson, konuna sem skrifaði uppáhaldsbækurnar mínar um Múmínálfana, sem heita The Summer Book og A Winter Book. Ég hljóp út í bókabúð og keypti báðar og er aðeins byrjuð á fyrri bókinni og líst bara vel á. Kem með update þegar ég er komin lengra.

Það sem ég er að hlusta á þessa dagana er mest Marilyn Manson en ég keypti disk með honum um daginn... safndiskinn Lest We Forget. Ég hafði heyrt nokkur lög af þessum diski...aðallega cover lög sem mér leist vel á og eftir nokkra hlustun er ég eiginlega orðin bara hæstánægð með allan diskinn og hef á stefnuskránni að kaupa fleiri.

Jæja þá hef ég afhjúpað þá afþreyingu sem ég er að dunda mér við þessa dagana og tókst að kreista það inn í blogg...veit ekki hvort þið hafði nokkuð gaman að lesa þetta en ég er með dulítið samviskubit að svíkja þá dyggu lesendur sem detta hérna inn reglulega þannig að þangað til að eitthvað spennandi gerist þá verðiði bara að láta ykkur þetta nægja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home