Mig langar að nota tækifærið og þakka Austfjörð group innilega fyrir innlitið hérna í Guildfordi. Þær hresstu svo sannarlega upp á bæinn með vasklegri framgöngu og nú lítur útfyrir að jólabónus starfsmanna í verslunum hérna hafi þrefaldast á jafnmörgum dögum - og geri aðrir betur!
Nú er ég að vinna í að henda tómum innkaupapokum og hvítvínsflöskum svo lífið geti komist í samt lag aftur. Ég verð að viðurkenna að það er hálf einmanalegt í sófanum góða án þeirra og núna þarf ég líklega að fara að borga fyrir axlarnudd aftur.
Ég vil hér með bjóða þær aftur velkomnar að ári liðnu og gaman væri að sjá fleiri félaga Austfjörð group! Þær lengi lifi..húrra húrra húrra húrra
Núna þarf ég að fara að undirbúa næstu heimsókn sem verður eflaust mjög spennandi :D
Nú er ég að vinna í að henda tómum innkaupapokum og hvítvínsflöskum svo lífið geti komist í samt lag aftur. Ég verð að viðurkenna að það er hálf einmanalegt í sófanum góða án þeirra og núna þarf ég líklega að fara að borga fyrir axlarnudd aftur.
Ég vil hér með bjóða þær aftur velkomnar að ári liðnu og gaman væri að sjá fleiri félaga Austfjörð group! Þær lengi lifi..húrra húrra húrra húrra
Núna þarf ég að fara að undirbúa næstu heimsókn sem verður eflaust mjög spennandi :D
1 Comments:
Gamla Austfjörð þakkar svo sannarlega fyrir sig, móttökurnar og aðstoð alla. Heim komumst við, daglegt líf hafið á ný, ekkert hvítvín, í bili!! Hlakka til að koma að ári. Bestu kveðjur til ykkar allra, "litlu vinir" sjáumst bráðum aftur.
ILH.
Skrifa ummæli
<< Home