Það kemur alltaf upp öðru hvoru þessi umræða um aðlögun innflytjenda að þeim samfélögum sem þau setjast að í. Hérna í Bretlandi er reglulega hnýtt í múslima, nú síðast vegna klæðaburðs múslimakvenna og alltaf er kallað eftir samræðum milli samfélagshópa og frekari aðlögunar þeirra sem hafa sest hérna að á þessarri og síðustu öld. (Pólitíkusum hérna hefur nú oftast tekist að klúðra þessum samræðum með öfgafullum fordómum og vitleysu en það er efni í annan pistil)
Ég fór að spá í orðin aðlögun......Hvað meinar fólk með orðinu aðlögun? Hvað er verið að biðja fólk um? Felur aðlögun í sér að fólk þurfi að fyrirgera einhverju öðru og hverju er verið að biðja það um að aðlagast?
Nú höldum við á Vesturlöndum að við séum allra best og skemmtilegust og skiljum ekkert í því að allir vilji ekki vera eins og við. En er víst að allir deili þessarri ánægju með okkur... erum við eitthvað sem fólk vill aðlagast? Staðalmyndir um innflytjendur eru grasserandi í flestöllum vestrænum samfélögum og eru reglulega endurteknar og magnaðar í umræðu fjölmiðla og stjórnmálamanna. Þær eru flestar eitthvað á þessar leið “ Þeir eru alltof margir, setjast að í gettóum þar sem morð og gripdeildir eru daglegt brauð. Þeir blóðsjúga kerfið og kunna ekki tungumálið. Þeir kúga konurnar sínar og gifta börnin gegn vilja sínum.” Þessir fordómar eru síðan endurteknir í blöðum hérna og hamrað er reglulega á þessu og allt virðist vera á leið til glötunar. En á milli frétta um hvað innflytjendur eru ómögulegir eru fréttir af því hvað Bretar sjálfir eru nú ómögulegir: “Þeir eru allt of feitir, börnin þeirra eru krimmar, unglingarnir allir óléttir, reykjandi og drekkandi. Allir þiggja þeir atvinnuleysisbætur svo kynslóðum skiptir og búa á “council estates” sem eru allar að hruni komnar. Konurnar sitja fyrir naktar í blöðum og tímaritum og kunna ekki að elda.”
Þannig það kemur kannski ekki á óvart að sumum óar við að aðlagast Bretlandinu of mikið eins og til dæmis maðurinn, sem ég las viðtal við nokkru, sem hafði flust hingað til Bretlands í leit að betra lífi. Honum leist ekkert á að börnin hans sæktu hverfisskólann þar sem honum fannst að unglingarnir væru ýmist ófrískir, í dópi, reykjandi, drekkandi og blótandi. Þá var það huggun harmi gegn að hann taldi sig búa í sterku sambýli með fólki frá upprunalandinu.
Veit ekki hvernig gengur með "aðlögunina" hans en grunar að hún gangi ekki jafn hratt fyrir sig eins og sumir vildu sjá.
Ég fór að spá í orðin aðlögun......Hvað meinar fólk með orðinu aðlögun? Hvað er verið að biðja fólk um? Felur aðlögun í sér að fólk þurfi að fyrirgera einhverju öðru og hverju er verið að biðja það um að aðlagast?
Nú höldum við á Vesturlöndum að við séum allra best og skemmtilegust og skiljum ekkert í því að allir vilji ekki vera eins og við. En er víst að allir deili þessarri ánægju með okkur... erum við eitthvað sem fólk vill aðlagast? Staðalmyndir um innflytjendur eru grasserandi í flestöllum vestrænum samfélögum og eru reglulega endurteknar og magnaðar í umræðu fjölmiðla og stjórnmálamanna. Þær eru flestar eitthvað á þessar leið “ Þeir eru alltof margir, setjast að í gettóum þar sem morð og gripdeildir eru daglegt brauð. Þeir blóðsjúga kerfið og kunna ekki tungumálið. Þeir kúga konurnar sínar og gifta börnin gegn vilja sínum.” Þessir fordómar eru síðan endurteknir í blöðum hérna og hamrað er reglulega á þessu og allt virðist vera á leið til glötunar. En á milli frétta um hvað innflytjendur eru ómögulegir eru fréttir af því hvað Bretar sjálfir eru nú ómögulegir: “Þeir eru allt of feitir, börnin þeirra eru krimmar, unglingarnir allir óléttir, reykjandi og drekkandi. Allir þiggja þeir atvinnuleysisbætur svo kynslóðum skiptir og búa á “council estates” sem eru allar að hruni komnar. Konurnar sitja fyrir naktar í blöðum og tímaritum og kunna ekki að elda.”
Þannig það kemur kannski ekki á óvart að sumum óar við að aðlagast Bretlandinu of mikið eins og til dæmis maðurinn, sem ég las viðtal við nokkru, sem hafði flust hingað til Bretlands í leit að betra lífi. Honum leist ekkert á að börnin hans sæktu hverfisskólann þar sem honum fannst að unglingarnir væru ýmist ófrískir, í dópi, reykjandi, drekkandi og blótandi. Þá var það huggun harmi gegn að hann taldi sig búa í sterku sambýli með fólki frá upprunalandinu.
Veit ekki hvernig gengur með "aðlögunina" hans en grunar að hún gangi ekki jafn hratt fyrir sig eins og sumir vildu sjá.
3 Comments:
Ekki gleyma að nefna að breskar konur eru mestu drykkjuboltar sem um getur skv. breskum blöðum (þau hafa sennilega ekki heyrt um Ísland og íslenskar konur). Tek undir með það; hvern langar svo sem að aðlagast slíku pakki?
Nú stígur það, segir frú Austfjörð, þetta orðatiltæki kemur að austan (Eskifjörður) Hvað er til ráða. Verður ekki sá sem flytur í nýtt land og þiggur þar framfærslu (nú veit ég að suma langar að æpa) að koma til móts við framfærandann. Af hverju myndast gettóin, er þeim úthlutað eða velja innflytjendur sjálfir að búa saman? Þarf ekki fólkið að blanda geði við þá sem fyrir eru t.d.? Ættum við e.t.v. að borga skatt til styrktar þessu fólki svo það geti búið heima hjá sér? Er þetta mannvonska og ljót hugsun?
Kveðja,
ILH.
Jahá! þegar stórt er spurt og allt það...en ég held að mannvonskan sé nú af skornum skammti hjá þér frænka mín. Það sem ég held að þú sért að gera þó er að alhæfa um alla innflytjendur að þeir flytji á milli landa allslausir. Innflytjendur eru eins mismunandi og þeir eru margir og ástæður þeirra fyrir flutningum á milli landa eru einstaklingsbundnar þannig ég held að skatturinn þinn muni leysa afar lítið.
Það sem ég held að vanti mest í umræðuna er að fólk geti sett sig í spor hvers annars... og reyni að skilja að það eru oftast fleiri en bara ein hlið á málunum. Að lesa yfir fólki eitthvað sem það Á að gera hefur mér sjaldnast sýnst vænlegt til árangurs. Vænlegra er að reyna að skilja og hætta að byrja allar umræður á einhverju neikvæðu eins og gettóum, afbrotum, hryðjuverkum og trúarofstæki.
kv
Þórdís
Skrifa ummæli
<< Home