Jæja þá eru strigaskórnir mínir komnir frá Íslandi (gleymdi þeim nefnilega þegar ég var þar síðast) og þá fer að styttast í líkamsræktarferð. Ég ákvað að gera þetta rétt í þetta skipti og byrja á því að kaupa almennilega tónlist sem ég get spriklað við - held að fyrri ferðir hafi klikkað hreinlega vegna þess að ég þurfti að hlusta á útvarpið sem skemmir í manni sálina. Keypti þennan fína disk með honum Marilyn Manson og er búin að syngja og tralla gleðisöngvana hans síðan. Er samt með smá áhyggjur af hvert þetta stefnir allt saman með mig og tölvuleikina og rokktónlistina, ætli ég verði nokkuð ofbeldishneigð og firrt á endanum?
miðvikudagur, september 13, 2006
Jæja þá eru strigaskórnir mínir komnir frá Íslandi (gleymdi þeim nefnilega þegar ég var þar síðast) og þá fer að styttast í líkamsræktarferð. Ég ákvað að gera þetta rétt í þetta skipti og byrja á því að kaupa almennilega tónlist sem ég get spriklað við - held að fyrri ferðir hafi klikkað hreinlega vegna þess að ég þurfti að hlusta á útvarpið sem skemmir í manni sálina. Keypti þennan fína disk með honum Marilyn Manson og er búin að syngja og tralla gleðisöngvana hans síðan. Er samt með smá áhyggjur af hvert þetta stefnir allt saman með mig og tölvuleikina og rokktónlistina, ætli ég verði nokkuð ofbeldishneigð og firrt á endanum?
4 Comments:
Sko..mér sýnist bæði þú og þinn smekkur á tónlist og tölvuleiki vera lýsandi dæmi um svona sykkópta sem hrökkva allt í einu upp af standinum og stinga eða berja fólk. Strigaskór hvað?? hvað með sandalana? á nú að fara að afneita uppruna sínum?
Ég fer bara að verða hrædd við þig Þórdís.
Það var sem sagt ekkert að marka það sem ég sagði um bloggið þitt áðan. Nú er ég komin í samb. sem er gott. Ég vil bara minna einu sinni enn á heilræðið að betra er að rústa glasi, diski eða þá píanóstól en lemja vini sína.
Día drif.
Já síðan er ég orðin svo yfirveguð og ljúf sem lamb eftir að ég hætti á sterunum...þannig þetta ætti að vera í lagi.
Gaman að fá svona mörg komment
kv
Þórdís
Skrifa ummæli
<< Home