Rölti í sakleysi mínu í bæinn og mitt í djúpum hugrenningum mínum um allt og ekkert var rekin framan í mig hljóðnemi og ég spurð af manni frá BBC hvað mér fyndist um að eitthvað council hefði sett upp vefsíðu þar sem borgarar geta sent inn myndir sem þeir hafa tekið af lýðnum sem stundar graffiti og skemmdarverk. Það vill svo vel til að ég hef á þessu miklar skoðanir en þegar maður er spurður svona "on the spot" þá man konan aldrei neitt og tafsar bara einhverja vitleysu á meðan hjartað berst um ótt og títt. En á ferð minni um bæinn þá náttúrulega mundi ég allt sem ég hefði átt að segja en þá var nú maðurinn bara horfinn. En þið lesendur góðir munuð nú njóta góðs af :
* Í fyrsta lagi finnst mér eitthvað ógeðfellt við þetta "klaga skalt þú nágranna þinn" viðhorf sem virðist vera að ryðja sér til rúms víða. Tony Blair kallar þetta að "involve the communities in the fight agains yob culture and vandalism". Þarna finnst mér farið fram hjá öllum þeim leiðum sem komið hefur verið upp til að eiga við þá sem eru með vesen og fólk (í þessu tilviki mest unglingskrakkar) er tekið úr umferð án dóms og laga bara af því nágranninn sagði það. Dómsvald er mikilvægara og vandmeðfarnara en svo að það eigi að vera í höndum fólks úti í bæ.
*Í öðru lagi finnst mér verið að koma ábyrgð yfir á borgarana - þessi ábyrð finnst mér að eigi að vera stjórnvalda. En stjórnvöld þessa dagana reyna að koma sér undan því að gera það sem þau eru kosin til- að sjá um að lögum og reglu sé framfylgt og að reka þjónustu við almenning s.s. menntastofnanir, heilbrigðiskerfi, samgöngukerfi ofl. Stjórnvöld þessa lands (UK) virðast einblína mest á það að fokka upp sem mest í öðrum löndum og eyða skattpeningum í það.
*Í þriðja lagi finnst mér fyrir neðan allar hellur að rekin sé opinber vefsíða með myndum af krökkum (því ég þori að veðja að meirihlutinn af þessum skemmdarvörgum eru krakkar.) Krakkar eiga rétt á einkalífi eins og aðrir og vefsíður af þessu tagi geta verið stórlega misnotaðar.
*í fjórða lagi finnst mér að allir hafi bara gefist upp á að spjalla við krakka fyrir löngu. Þeir eru mest bara fyrir og þegar þeir brjóta af sér þá er bara um að gera að taka mynd og skella á vefsíðu eða jafnvel skella á þau eins og 1-2 ASBO (anti social behaviour order) og málið er úr sögunni. Krakkar eru líka fólk og flest vilja að komið sé fram við þau af sömu virðingu og krafist er að þau sýni öðrum.
Ég veit ekki alveg hvað þessi vefsíða á að leysa en ég veit að mér finnst þetta afleit og heimskuleg hugmynd og þar hafiði það!!
Styttri og pínlegri útgáfu af þessari ræðu er hægt að heyra á BBC á morgun :D
* Í fyrsta lagi finnst mér eitthvað ógeðfellt við þetta "klaga skalt þú nágranna þinn" viðhorf sem virðist vera að ryðja sér til rúms víða. Tony Blair kallar þetta að "involve the communities in the fight agains yob culture and vandalism". Þarna finnst mér farið fram hjá öllum þeim leiðum sem komið hefur verið upp til að eiga við þá sem eru með vesen og fólk (í þessu tilviki mest unglingskrakkar) er tekið úr umferð án dóms og laga bara af því nágranninn sagði það. Dómsvald er mikilvægara og vandmeðfarnara en svo að það eigi að vera í höndum fólks úti í bæ.
*Í öðru lagi finnst mér verið að koma ábyrgð yfir á borgarana - þessi ábyrð finnst mér að eigi að vera stjórnvalda. En stjórnvöld þessa dagana reyna að koma sér undan því að gera það sem þau eru kosin til- að sjá um að lögum og reglu sé framfylgt og að reka þjónustu við almenning s.s. menntastofnanir, heilbrigðiskerfi, samgöngukerfi ofl. Stjórnvöld þessa lands (UK) virðast einblína mest á það að fokka upp sem mest í öðrum löndum og eyða skattpeningum í það.
*Í þriðja lagi finnst mér fyrir neðan allar hellur að rekin sé opinber vefsíða með myndum af krökkum (því ég þori að veðja að meirihlutinn af þessum skemmdarvörgum eru krakkar.) Krakkar eiga rétt á einkalífi eins og aðrir og vefsíður af þessu tagi geta verið stórlega misnotaðar.
*í fjórða lagi finnst mér að allir hafi bara gefist upp á að spjalla við krakka fyrir löngu. Þeir eru mest bara fyrir og þegar þeir brjóta af sér þá er bara um að gera að taka mynd og skella á vefsíðu eða jafnvel skella á þau eins og 1-2 ASBO (anti social behaviour order) og málið er úr sögunni. Krakkar eru líka fólk og flest vilja að komið sé fram við þau af sömu virðingu og krafist er að þau sýni öðrum.
Ég veit ekki alveg hvað þessi vefsíða á að leysa en ég veit að mér finnst þetta afleit og heimskuleg hugmynd og þar hafiði það!!
Styttri og pínlegri útgáfu af þessari ræðu er hægt að heyra á BBC á morgun :D
1 Comments:
Heyrðu er aðeins að hugsa þetta, er að pakka draslinu mínu sem er á leið til Immingham kl 16:00 í dag en ætla svo að fá að koma með nokkur comment um þetta málefni.
Skrifa ummæli
<< Home