föstudagur, júlí 14, 2006

Hér í bæ er bókasafn eitt gott þar sem ég kem við endrum og eins og tek mér bækur og spólur. Það lokar hins vegar klukkan eitt á miðvikudögum og það bregst ekki að á miðvikudegi arka ég upp að safninu um þrjúleytið og pirrast mikið yfir þessari gleymsku minni og vitleysisgangi. Nú nýverið ákvað ég, í staðinn fyrir að pirrast og verða reið, að nota þennan hæfileika minn. Svo í staðinn fyrir að kaupa dagatal dýrum dómum get ég nýtt mér þetta ákvörðunartökuferli mitt til að vita hvaða dagur er. Til dæmis...ef mér dettur í hug að fara á bókasafnið þá er greinilega miðvikudagur og svo tel ég bara dagana síðan mér datt síðast í hug að fara á bókasafnið og bingó!...þá veit ég hvaða dagur er.

Mér finnst ég bara öll vera að vaxa og þroskast sem persóna...finnst ykkur það ekki?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

JÚ ég blikna beibí ég er svo stolt af þér ;) T

12:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home