þriðjudagur, júlí 11, 2006




Ég er gangandi fyrirtíðarspennu klisja. Gekk Guildford á enda til að redda mér Snickers og Kók í bol með risastórum pastasósubletti. Smart! Tókst eftir þónokkrar tilraunir að redda því, kom heim og nöldraði í Jozeph. Settist í sófann með gotteríið, náttbuxunum, til að horfa á CSI. Nú bíð ég í ofvæni eftir að Grissom skjóti að mér einhverjum fróðleiksmolum...eitthvað sem gæti nýst til dæmis næst þegar ég spila Trivial við Ásdísi væri voða gott.

Ég sé alveg fyrir mér ef að Grissom ætti konu sem þjáðist af PMS þá gæti hann sagt henni allt um fyrirtíðarspennu, af hverju hún orsakast, hvaða efni í heilanum valda henni og í hvaða gríska harmleik konan Menstra drap manninn sinn af því hann át öll vínberin og svona.... En eftir henni menstru er orðið menstruation dregið.... sé þessa senu alveg fyrir mér...

Jamm segiði svo að maður sé ekki eldhress hérna í sófanum

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þori að veðja að Jozeph hefur ekki þorað að setjast í sófann.
Kv.,
ILH.

10:50 f.h.  
Blogger bergurogrannveig said...

Ekki trúa öllu sem Grissom segir. Svona bara út af því að ég eyði öllum mínum dögum inn á rannsóknarstofu þá get ég sagt þér að þau eru nú bara að gera einhverja vitleysu þarna inn á labbi hjá þeim.

Steindir og önnur föst efni eru t.d alltaf greind í gasskylju hjá Grissom og samstarfsmönnum hans en gasskylja greinir bara gastegundir. Soldið halló...

Ætti eiginleg að senda honum nokkar línur og benda honum á þessi mistök. Hann hefur örugglega sett fullt af saklausu fólki á bak við lás og slá vegna þessara mistaka. Úpps nú hef ég margt á samviskunni.

Annars fannst mér þetta nokkuð góð lýsing á þættinum hjá þér. Hló upphátt og allt. Þessi þáttur fer nefnilega alveg einstaklega í taugarnar á mér en ég horfi samt alltaf á hann bara til þess að getað pirrast.

Rannveig

11:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið pirruðu konur - ef ykkur finnst Grissom vera besserwisser hvað þá þennan í CSI Miami? man ekki einu sinni hvað hann heitir hann er SVO lúðalega leiðinlegur. En örvæntið ekki - CSI New York byrjar brátt. Eitthvað til að hlakka til og ef hann klikkar má alltaf setjast í sófann og horfa á Brúðkaupsþáttinn Já í staðinn - hann klikkar ekki!

8:38 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Sammála...þessi CSI Miami gaur er alveg vonlaus og eins allt fólkið sem hann vinnur með. Hann er eitthvað of tense yfir þessu öllu saman... ekki eins chillaður og Grissom. Ég bara trúi ekki að Grissom geri svona fundamental mistök eins og að setja steindir í gasskylja(?)...mér finnst Rannveig að þú ættir að senda honum línu.

Og varðandi spurningu frú ILH...þá hélt Jozeph sig í öruggri fjarlægð frá trylltu konunni í sófanum :D

kv

8:52 f.h.  
Blogger bergurogrannveig said...

Ég hata CSI Miami gaurinn af tvennu illu þá er nú Grissom meira kúl

10:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég er alveg í sjokki yfir þessum fréttum varðandi Grissom....ég hef alltaf haft svo mikla trú og álit á honum!! Alveg synd að hann skuli vera að gera svona mistök varðandi gasskyljuna!

Bestu kveðjur,
Anna Karen

2:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home