miðvikudagur, júní 07, 2006

Jæja er komin aftur frá Hull - með viðkomu í Leeds- þar sem ég sótti forláta jeppa sem faðir minn keypti á Ebay til að nota í varahluti. Það besta er að ég má nota hann í nokkra mánuði og mun án efa heimsækja þónokkrar car-boot sales og charity búðir og kannski brenna til Brighton nokkrum sinnum.
Jozeph er búin að vera að æfa sig fyrir bílprófið og er orðinn nokkuð fær, sérstaklega í að keyra undir álagi. (held að hann gæti tekið sjúkrabílapróf og staðiðst með prýði) Ég er nefnilega ósköp bílhrædd kona og sit alveg stíf við hliðina á honum og æpi reglulega... there is a car there....mind the woman...too much to the left. Mýslan situr aftur í og hristir höfuðið og kallar reglulega fram í "I think you are doing so well Jozeph". Alltaf svo hugrökk og almennileg hún mýsla litla.

Hmmm...mest lítið annað í fréttum nema að ég er komin með fullt af ókeypis sjónvarpsstöðvum sem gleður svolítið...reyndar svona upp og ofan hvort eitthvað er á þessum stöðvum.

Annars er bara allt á uppleið og ég hlakka voða til að sjá ykkur smávinir fagrir :D

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...



Hef aldrei komið til Hull en hef alltaf ímyndað mér að það væri einhver svona "working Class" sjarmi yfir borgini. Er það bull og vitleysa ?

Kv

Ranna panna

8:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit að þú er komin frá Hull, en fórstu svo ekki eitthv. annað?
Er ekkert að frétta núna úr stóra landinu?
Kveðja,
Inga Lóa.

3:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok þú ert sem sé komin frá Hull;) Er ekkert annað skemmtilegt sem þig langar að deila með okkur hinum :) Bíð spennt eftir næsta pistli :)

Kveðja
Sólveig

7:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home