sunnudagur, maí 21, 2006

Stiklur

Haldið var upp á afmæli mýslunnar með pompi og prakt og mættu í gleðina 13 börn af báðum kynjum og skemmtu sér hér í 3 klukkustundir. Ég lifði þetta af og þau líka þannig segja má að allt hafi tekist vel. Jozeph sá reyndar mest um að skemmta þeim enda er ég afar léleg að skemmta börnum, kann ekki að tala við þau einvern veginn...líður eins og ég sé í starfsviðtali einhvern veginn. Skólasystur mýslunnar voru ægilega skotnar í Jozeph og eltu hann á röndum á meðan drengirnir spiluðu tölvuleiki og slógust. Mýslan fékk fullt af fínum gjöfum og var agalega ánægð með þetta allt saman.

Síðan gerðist hún svo fræg að syngja fyrir skólasystkini sín og foreldra “Krummi svaf í klettagjá”. Lúða mamman missti af því vegna smá misskilnings... en samkvæmt öllum sem ég hef hitt þá var þetta bara stórflott hjá stúlkunni og hún er afar roggin með sig.

Annars er lítið að frétta nema bara veikindi eina ferðina enn og steraát. Því fylgir mikið hnuss og pirringur og var ég næstum búin að lemja ungan afgreiðsludreng á bókasafninu hér í bæ um daginn af því hann var of tómur fyrir mitt reiða skap.
Ég hafði einmitt gert mér ferð á bókasafnið til að leigja mér bók um hvernig maður ætti að hætta að vera reiður og stressaður en það hefur ekki tekist betur til en að mig langar núna að finna þetta fólk sem skrifaði bókina og lemja það aðeins líka. Það var einhvern veginn og mikil gleði og “you can do it” fílingur í henni sem er alveg að virka eins og rauð dula á brjálað naut.

Ef einhver veit um sjálfshjálparbókina “Hættu að láta eins og fífl vitleysingurinn þinn” þá endilega látið mig vita...held að hún virki betur. Kannski ég ætti að skrifa hana bara...? Síðan er kannski bara að bíða róleg þangað til að steraskammturinn er búinn og þá getur lífið kannski færst í eðlilegt horf..

Ég sá ekkert af þessu Eurovision rugli og er ég afar fegin...eitt enn málið sem ég þarf ekki að hafa skoðun á... vei vei!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hi hi hi, er líka búin að vera ótrúlega stressuð og pirruð og alveg á leiðinni að lemja alls konar saklaust afgreiðslufólk (reyndar ekki út af neinu steraáti).

Nema hvað, að ég var/er orðin mjög þreytt á að vera ég, en þá birtist á námskeiðslistanum sem mér stendur til boða til doktorsnáminu "how to manage stress during your PhD" !!!!

Nú nú ég var ekki lengi að skrá mig á það. Er að fara á það eftir hádegi í dag og er allveg sannfærð um að þetta eigi eftir að bjarga minni ótrúlega pirruðu litlu sál.

Vona bara það besta

9:11 f.h.  
Blogger londonbaby said...

Heyrdu ... rosalega hljomar thad vel. Eg kannski geri mer ferd til skotlands og thu tekur mig i tima :D

10:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jahá og svo bloggið þið öllum bestu punktunum svo við litlu pirruðu sálirnar á klakanum getum einnig öðlast ró, þó ekki væri nema til að bjarga tóma afgreiðslufólkinu ( ansi mikið af því hér, pirrr) frá barsmíðum.
Stórsniðugt allt saman. jibbíkei

10:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Betra að hafa skap en ekki.
Ekki dugar að vera alltaf andsk. alveg eins. Hins vegar veit ég að þér líður ekki vel og það þykir mér slæmt.
Bestu kveðjur
Día mó.

2:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home