laugardagur, apríl 22, 2006


"Konur bíða sífellt lengur með að eignast börn í nútímasamfélagi og flýta sér svo að eiga þau með sem stystu millibili" mbl.is

Já það er nú meira vesenið alltaf á þessum konum í nútímasamfélaginu. Djöfull get ég orðið pirruð á þessum sífelldu rannsóknum og krítik á konur sem eignast börnin ekki á réttum í tíma og forgangsraða vitlaust að sögn "sérfræðinga". Síðast þegar ég vissi til þurfti tvo til að geta barn, hafa þessir blessuðu menn ekkert að segja um hvenær barneignir eru planaðar í sambandinu eða eru kannski karlar um allan heim grátbiðjandi konurnar sínar að drífa sig nú að eignast börn og þær segja bara þvert nei?!
Síðan er heldur ekki litið til þess að fólk er yfirleitt seinna að festa ráð sitt í "nútímasamfélaginu" en áður fyrr og þar afleiðandi kannski aðeins seinna til að ákveða og plana börnin. Síðan er fólk að skilja og taka saman við aðra maka, sem auðvitað gerir það að verkum að kannski líður aðeins lengur á milli barna en þessi "ideal" tvö ár sem sumir "sérfræðingar" vilja sjá. Síðan eru aðrar aðstæður fyrir að fólk reynir að hafa stutt á milli barna, t.d styttir tíma sem fólk er frá vinnu. Það þarf nefnilega að vinna fyrir þessum blessuðu börnum.

Það eru aldrei fleiri "sérfræðingar" sem vilja blanda sér í málin en þegar barneignir og uppeldi er til umræðu, sérstaklega þegar talað er um konur og móðurhlutverkið. Konur eru ýmist of gamlar eða of ungar, of fókuseraðar á starfsframa, senda börnin í dagvist of snemma eða of seint....I could go on.....

Ef einhver veit heimilisfangið hjá þessum "sérfræðingum" þá þyrfti ég að koma til þeirra smá krosssaumsverkefni sem ég hef verið að vinna í.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home