miðvikudagur, mars 22, 2006

Eyddi mestum hluta dags hjá lækni og fékk fleiri lyf og er alveg rosalega pirruð á þessu ástandi...grrrrrr....fnæs....pirrr......

Er að horfa á sjónvarpið og í þessu stuði sem ég er núna (btw...keypti aldrei krosssauminn góða) þá get ég orðið alveg rosa pirruð og gröm yfir fólki í öllum þessum þáttum sem eru sýndir hérna...

Í gær var eitthvað risa ríkt fólk sem átti 3 stóra Dana hunda sem voru með nanny sem eldaði fyrir þá (nota bene mjög fínan mat og burstaði í þeim tennurnar og bjó um þá) ...þeir voru með sér svefnherbergi og óðu uppi eins og spilltustu börn og drógu ríkisbubbana um bæinn þveran og endilangan þannig að kellingin datt og rispaði fína leðurjakkann og braut löngu gervineglurnar og hárið varð allt úfið. Síðan var hringt í hundaþjálfarann sem reddaði þessu á nó time...þannig þau gátu haldið áfram þar sem frá var horfið með litla fullkomna lífið...

Núna er ég að glápa á fólk sem vantar svo að eiga 2 heimili og þátturinn gengur út á að finna fyrir þau íbúð og hús til að búa í og þau ganga um svo fín hús sem ég vildi glöð eiga því þau voru öll alveg rosalega fín En þau gátu ekki verið ánægð með neitt og tautuðu í sífellu ... "hmmmm þetta er aðeins of þröngt"...."hmmm ég vil ekki alveg svona lit á gólfunum"...."hmmm mig langar svo að vera hip og trendy og búa í the city centre í loft íbúð"

Er ég öfundsjúk...bitur...fátæk námsmey?

You bet your pretty little arse I am !!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hrmpffff... ömurlega pirrandi lið, slökktu bara á því!!

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er nú ekki algjör óþarfi að vera að draga blessuðu hundana inn í þennan óveruleika. Hundar eru hundar og vilja vera út í sveit að hlaupa, ekki með einhverja nanny að bursta í þeim tennurnar :D :D Horfðu bara á eitthvað annað í kvöld ;)

Kveðja frá Noregi

1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir frekar að horfa á Planet Earth á. Það eru bæði uppbyggjandi, fræðandi og skemmtilegir og virkilega vel gerðir

kv
frá skotlandi

Rannsa pannsa

5:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og eru á BBC

5:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home