mánudagur, mars 13, 2006

Það hefur verið draumur okkar systra í mörg ár að fara til Írlands síðan við sáum myndina The Commitments. Við horfðum einmitt á hana kvöldið sem við komum aftur til Guildford og glöddumst mjög þegar við sáum kunnugleg stræti. Ferðasaga systu verður sögð í bútum og hún mun eflaust leggja eitthvað til málanna á sinni síðu. Við vorum svo heppnar að á laugardeginum var stór leikur í rugby milli Írlands og Skotlands og Dublin var full af Skotum. (þetta var dálítið svona 2 fyrir 1 díll...því skotar eru líka dálítið í uppáhaldi...held að það sé eitthvað með hreiminn)

Hápunktur ferðarinnar að mínu mati var þegar við stóðum inni á troðnum bar, með pint of Guiness í annarri og vorum umkringdar skoskum karlmönnum í skotapilsum sem sungu allir sem einn "you can shove your fucking chariots up your arse" við lagið det var brændevin í flasken. Held að þeir hafi verið að syngja til Íranna.... vona að þessu hafi allavega ekki verið beint til mín og Ásdísar :S

Takk fyrir komuna lillesös.... hvert eigum við að fara næst?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eitthvað hljómar þessi lýsing á fullum skotum í skotapylsum kunnuglega...

Svo eru þeir bara svo "sexy" svona berleggjaðir...

kv

Rannveig

6:16 e.h.  
Blogger Ásdís said...

Ég legg til að við förum aftur til Írlands og reynum að grafa upp staðina þar sem Commitments átti að gerast. Og svo leigjum við okkur bíl og keyrum um eyjuna grænu osoleiðis.....

9:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home