mánudagur, febrúar 06, 2006

Í mínum "bransa" heyrir maður iðulega tönnlast á því að "Upplýsinga- og tölvutækni hafi gerbylt lífi okkar bla bla". Get ekki neitað því svo sem... hefði samt alveg verið til í að nánast allur tölvubúnaður heimilisins hefði ekki ákveðið að leggja upp laupana í sl viku. Jozeph heldur því fram að ég andi frá mér stöðurafmagni sem hefur valdið því að laptopinn minn fékk eitthvað kast og dó svo... stuttu seinna dó minniskubburinn minn og í morgun var borðtölvan með eitthvað múður og það tók mig þrjár tilraunir að kveikja á henni. Get séð fyrir mér að innan stundar verði áin hérna bakvið hús full af tölvubúnaði sem ég hef hreinlega fleygt út um gluggann í bræði minni...grrrrr

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En ef að allar tölvurnar bila þá getum við ekki spjallað á msn. Hvað geri ég þá þegar námið er alveg að fara með mig??

Kveðja
Sólveig

5:14 e.h.  
Blogger Fláráður said...

Anda djúpt - muna krosssauminn :)

10:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eru læti í stóra landinu? E.t.v. hefði allt verið rólegra alls staðar ef ekki væru neinar tölvur, hugsaðu þér bara eins og var þegar við móðir þín vorum að alast upp. Enda fer orð af, hversu yfirvegaðar við erum alla tíð. Annars þetta: Við erum á leið norður, pabbi 85 á morgun og ætlar að hafa kaffiboð, síðan þorrablót næsta föstudag á sama stað.
Kveðja til allra.
ILH.

8:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir með Þórði og Ingu Lóu - muna að ættleggurinn (kvenkyns að sjálfsögðu) Austfjörð tekur öllu með stóískri ró og yfirvegun, sest niður með útsaumsdótið góða og bæti bara við í munstrið "Go fuck you Bill Gates"

8:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home