Rannveig gestabloggari er með einhvern hasar í kommentakerfinu af því að einhver var að kalla hana nörd og full af öðru fólki líka, ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna í Skotlandi.
Ég hef aldrei heyrt um útivistanörda áður.. það er fyrir mér alveg nýtt og voða skrýtið - enda er útivist einum of algengt áhugamál því fyrir mér á orðið nörd aðallega við um fólk sem er hefur einhverskonar jaðaráhugamál. Til dæmis sé ég ekki fyrir mér að einhver geti verið heilsuræktarnörd eða sundnörd en þetta er náttúrulega bara afstætt. Kannski eru til hópar heilsuræktarnörda.... eða myndu það fólk kallast kannski frekar vaxtarræktarfólk?
Fyrir mér er nörd voða hlýlegt orð og mér finnst alltaf krúttlegt að hitta fólk sem hefur brennandi áhuga á einhverju (venjulega einhverju fantasy eða sci-fi tengdu) og drekkir manni í fróðleik t.d. um kosti og ókosti þess að nota "lightsabre" eða "mind trick" í role-playing aðstæðum. Kannski það krúttlegasta við þessar samræður er að ég er núna farin að skilja hvað verið er að tala um og kinka kolli og svo flissum við saman að einhverjum brandara sem að aðrir utan þessa hóps myndu aldrei skilja.
Það er svo sem alltaf hægt að deila um hver er nörd og ekki nörd, því það eru sumir sem alls ekki vilja meina að þeir séu nördar... eins og td Rannveig sem vill halda því fram að aðeins sé til"venjulegt fólk sem er með mismunandi áhugamál"
En fyrst við erum að tala um orð sem getur gert mann brjál þá langar mig að benda á orðið kjúlli ... þoli ekki það orð...grrrr...af hverju getur fólk ekki bara sagt kjúklingur?? HA??
Ég hef aldrei heyrt um útivistanörda áður.. það er fyrir mér alveg nýtt og voða skrýtið - enda er útivist einum of algengt áhugamál því fyrir mér á orðið nörd aðallega við um fólk sem er hefur einhverskonar jaðaráhugamál. Til dæmis sé ég ekki fyrir mér að einhver geti verið heilsuræktarnörd eða sundnörd en þetta er náttúrulega bara afstætt. Kannski eru til hópar heilsuræktarnörda.... eða myndu það fólk kallast kannski frekar vaxtarræktarfólk?
Fyrir mér er nörd voða hlýlegt orð og mér finnst alltaf krúttlegt að hitta fólk sem hefur brennandi áhuga á einhverju (venjulega einhverju fantasy eða sci-fi tengdu) og drekkir manni í fróðleik t.d. um kosti og ókosti þess að nota "lightsabre" eða "mind trick" í role-playing aðstæðum. Kannski það krúttlegasta við þessar samræður er að ég er núna farin að skilja hvað verið er að tala um og kinka kolli og svo flissum við saman að einhverjum brandara sem að aðrir utan þessa hóps myndu aldrei skilja.
Það er svo sem alltaf hægt að deila um hver er nörd og ekki nörd, því það eru sumir sem alls ekki vilja meina að þeir séu nördar... eins og td Rannveig sem vill halda því fram að aðeins sé til"venjulegt fólk sem er með mismunandi áhugamál"
En fyrst við erum að tala um orð sem getur gert mann brjál þá langar mig að benda á orðið kjúlli ... þoli ekki það orð...grrrr...af hverju getur fólk ekki bara sagt kjúklingur?? HA??
8 Comments:
humm, ætlaði nú ekki að vera með neinn hazar á blogginu, og það er ekkert sérstakt í gangi í Skotlandi svo ég viti. Var bara svona að koma þessu í umræðuna.
Hef heldur ekkert á móti því að vera kölluð nörd því eins og þú segir er það fremur hlýlegt orð. Ég bara þoli ekki orðið nörd því mér finnst það ofnotað. Þessu var ekki beint til þín (enda ertu soldið nörd fyrir að vera roleplaying-gella) viðurkenni það sko alveg.
Ég var bara að tala svona almennt. Það virðist vera í svo mikið í tísku að kalla sig nörd heima á Íslandi. En kannski er það bara vitleysa og eitthvað sem ég er að búa mér til til þess að geta nöldrað svolítið svona í tilefni þess að ég er komin á fertugsaldurinn...er sko byrjuð að fá grá hár. Ef talið um 35.
p.s Er skammaryrði að vera kallaður gestabloggari? Lofa að vera aldrei með neinn hazar aftur. "My lips are sealed"
Rannveig hazarkelling
p.s þoli heldur ekki orðin, RETTA, PULLA, VISSULEGA og GROUP eins og t.d BAUGUR-GROUP, FL GROUP
gleymdi einu, útivistarnörd er víst til en maður er meira útivistarnörd ef maður er í kletta og ísklifri, heldur en ef maður gengur um hálendið með göngustafi og auðvitað er það "nördalegt" að finnast skemmtilegast í heiminum að vera ofan í holu og gramsa í jarðvegi. Lofa svo að setja ekki fleiri hazar comment á bloggið
R
Þú mátt vera með eins mikinn hasar og þú vilt. Ég er alltaf svo glöð þegar einhver kommentar og sérstaklega löng komment. Ég kíki oft á dag og þegar ég sé að talan hefur breyst hoppar litla hjartað af gleði:D
Já ég held að margir kalli sig nörd því það var voða fínt á tímabili sérstaklega eftir að Bill Gates og Google mennirnir urðu voða ríkir og frægir af því þeir voru tölvunördar.
Ég þarf að fara að hringja í þig enda margt sem ég þarf að nöldra yfir og jozeph er alveg hættur að nenna að hlusta þannig kannski við tvær gætum skipst á nöldri.
Þannig endilega vertu með hasar... og btw... hvað er pulla?
kv
PULLA er notað fyrir pulsa með öllu. Þá segir maður "nennirru að láta mig hafa eina pullu með öllu. grrr grrr grrr
Er gjörsamlega sammála þér með að það hafi þótt fínt að kalla sig nörd þegar Bill Gates og Google mennirnir urðu ríkir. Það var eiginlega það sem ég var að meina en kom því bara ekki nógu vel frá mér því það gekk svo mikið á hjá mér í nöldrinu.
Og talandi um "call for papers" (sem við vorum reyndar ekkert að tala um) en úr því að þú varst að fá samþykkta grein á ráðstefnuna í Finnlandi, að ef þú ferð inn á www.sciencedirect.com og slærð inn guicharnaud þá kemur upp grein eftir sem ég er fyrsti höfundur á í "Journal of Geochemical Exploration" og það finnst mér sko super cool og ekki baun í bala nördalegt, he he he
Lengi lifi nördar og super-cool fólk
Rannsa
Ji! en flott... það er sko alveg rosa kúl:D Til hamingju með það. Kannski við ættum að skrifa saman grein einhvern daginn... veit ekki alveg um hvað en okkur hlýtur að detta eitthvað í hug.
kv
Þórdís
ps. Alveg sammála með pulluna... þetta gengur engan veginn
án þess að ég ætli að blanda mér eitthvað í þessa nörda umræðu.... langar mig bara að segja í sambandi við komment að hjartað í mér hoppar líka þegar ég sé að einhver hefur kommentað... ohh það er svo gaman... jei það les mig einhver... you like me!! you really really like me!!!... eins og elskan hún Sally Field sagðu um árið á Óskarnum... kv, erla
P.s. ég er Excelnörd og er stolt af því!!!!
Hah, nú er ég komin með skotfærði til að nota í heimsókninni. Ætla að nota kjúlli og pullla a.m.k einu sinni á dag alla ferðina......
lesa allt bloggid, nokkud gott
Skrifa ummæli
<< Home