laugardagur, janúar 28, 2006

Komst að því í gær að dagkremið sem ég hef notað undanfarin tvö ár er ekki dagkrem heldur húð-endurnýjunarkrem. Maður á sem sagt að setja það á sig á kvöldin áður en maður fer að sofa og þá endurnýjast húðin á meðan maður sefur. Síðan á morgnana á að þvo það af og setja á sig dagkrem. Við þau ykkar sem ég hef átt samskipti við sl. tvö ár vil ég biðjast afsökunar á öllum hamskiptunum sem þið hafið án efa orðið vitni að.

með bestu kveðju

3 Comments:

Blogger Erla said...

ég er búin að hitta þig ca þrisvar á síðustu tveimur árum en ég skal þiggja afsökunarbeiðnina... ég var alveg miður mín í öll skiptin sko yfir hamskiptunum... var að vona að einhver annar myndi segja eitthvað!

8:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er allt í lagi þórdís mín, ég fyrirgef þér. í leiðinni vil ég benda þér á góða lesningu á meðan þú dílar við þessa óvæntu vitneskju um dagkremið þitt: hamskiptin eftir franz kafka. þú ert heppin, þú ert en þú sjálf, hann breyttist í risabjöllu!

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Dísa skvísa !

Ætla að byrja á því að óska þér til hamingju með Finnlands ráðstefnuna. Frábært. Er þvílíkt stolt af þér...

Verð samt að fá að segja eitt. Af hverju finnst öllum svona "cool" nú til dags að kalla sig "nörd" ?

Ég er kölluð "nörd" fyrir að vera jarðefnafræðingur, Alexander sonur minn er "nörd" því hann hefur gaman að því að vera í "warhammer"-kallastríðleik, útivistarfólk eru kallaðir "útivistarnördar", verkfræðingar "verkfræðinördar", roleplaying fólk "roleplayingnördar" og svo mætti lengi telja.

Nörd er bara annað orð yfir venjulegt fólk með mismunandi áhugamál. Það ekkert "spes" að kalla sig "nörd".

Jamm og já og þar með hafið þið það...varð bara að fá að koma þessu frá mér. Er sko búin að vera að vera að pæla í þessu lengi.

Rannveig (nördaorðahatari)

11:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home