
Einhvern tíma heyrði ég að það væri svo gott fyrir taugarnar að sauma út. Var að spá í þessu vegna stera-reiðinnar og sá fyrir mér að ég myndi sitja með bros á vör í sófanum og sauma út í stað þess að brjóta alla bollana mína. Ég var hinsvegar dálítið skeptísk á krosssauminn þangað til ég fann þetta á netinu, og svei mér þá ég finn bara reiðina leka úr mér og ég er ekki einusinni búin að panta þetta.
Ætli ramminn fylgi með?
1 Comments:
Og ég er að gera helvítis drenginn með tárið þegar ég hefði getað gert þessa snilld!
Skrifa ummæli
<< Home