miðvikudagur, apríl 05, 2006

Úff ég gekk berserksgang í gjafabúðinni í Múmínsafninu í Tampere og kom hróðug heim með hemúlakönnu sem ég ver nú með kjafti og klóm milli þess sem ég sýp úr henni kaffi.
Tampere fannst mér vera frekar flott lítil borg og ég var voða heilluð af því litla Finnlandi sem ég kynntist á þessum 3 dögum. Sá fullt af snjó og trjám út um lestargluggann og inn á milli voru lítil gul hús... svona sænsk hús þið vitið. Hélt þennan líka áhugaverða fyrirlestur fyrir fullum sal af role-playing fólki og fékk góðar undirtektir.
Hitti svo mömmu í Terminal 2 á Heathrow og tók hana með mér til Guildford og svo slóst faðir vor í hópinn daginn eftir. Það var ósköp gott að hafa þau og var margt dundað...síðan fóru þau í dag heim á klakann og tóku mýsluna með sér.

Jamm löng og ítarleg færsla um það sem hefur á dagana drifið!!

ps það verður bætt við smátt og smátt...sérstaklega því núna á ég að vera að skrifa doktorsritgerð og þá verður eflaust bloggað mikið á milli þess sem ég þríf ísskápinn og eldavélina

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home