Fyrst ég er byrjuð á að vera litla reiða konan, þá langar mig að vara við kvikmynd sem ég og Anna Karen leigðum hérna um daginn og heitir A History of Violence. Annan eins ömurleika, tilgangslausa þvælu og rusl hef ég ekki séð í langan tíma. Aðalleikarinn hann Viggo Mortensen datt af listanum mínum yfir myndarlega karlmenn eftir að ég sá þessa mynd. En ef þið leigið hana þá getið þið þá getið þið séð rassinn á honum ásamt fjölda tilgangslausra sena sem gera ekkert fyrir myndina nema að drepa tímann. Bull og Vitleysa segi ég!!
2 Comments:
Já og einnig nauðsynlegt að horfa á þessa mynd í góðra vina hópi þ.a gaman sé að setja óspart út á hana :o)
Bestu kveðjur
Anna Karen
Jamm þetta var alveg stórskemmtilegt áhorf...mikið diss og gleði :D
Skrifa ummæli
<< Home