sunnudagur, júní 25, 2006


Fórum í British Wildlife Centre í dag. ´Jozeph keyrði og ég æpti og krumpaði vegakortið og var svo ánægð að komast á leiðarenda. Það vildi þó ekki betur til að í fyrsa herberginu voru rottur og í því næsta var geitungabú...þannig ég æpti aðeins meira (inni í mér...ég kann mig nefnilega í fjölmenni) en dró andann léttar þegar við fórum og fundum dádýrin og sáum lítinn bamba. Svo sáum við uglur...og eitt uglupar...uglunni Milo mátti strjúka. Síðan voru minkar, refir, froskar, villikettir sem búa víst í skotlandi...og allskonar fleiri bresk dýr. Mýslan var afar ánægð með framtakið og brosti alla leiðina heim. Ég tók myndir á nýja símann en þarf að athuga hvernig ég næ þeim þaðan út aftur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er viss um að Jozeph verður góður bílstjóri,ekki spurning,
en er mýslan nokkuð búin að veiða í ánni við stofugluggann?
Kv.,
ILH.

8:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home