Nú verða sagðar fréttir:
Í dag var sk. summer fayre í skólanum hjá Ásu. Ofurmóðirin ég tók mig til og skellti í 20 rúllur af sushi (180 bita) sem var selt til fjáröflunar ásamt réttum frá hinum ýmsu heimshornum. Ég var beðin um að koma með eitthvað íslenskt en mér bara datt ekkert í hug og hryllti við tilhugsuninni að reyna að fara að búa til eitthvað nýtt því sálarlífið stendur á brauðfótum og þarf ekki mikið til að allt fari í bál og brand. (Ég minnist með hryllingi síðasta skiptis þegar ég reyndi að baka pönnukökur sem festust allar við pönnuna og duttu allar í sundur...grrrrr)
Á summer fayre var líka verið að selja allskonar dótarí og kom ég hróðug heim með 5 DVD myndir sem ég fékk á 10 pí hverja. Þetta voru allt myndir sem hafa einhvern tíma fylgt með einhverju af dagblöðunum hérna sem útskýrir hversu ódýrar þær voru. Myndirnar voru :
The Last Emperor
Paris, Texas
Fried Green Tomatoes
Metropolis
Howards End....
síðan kom ása heim með Willow og Prúðuleikarana á spólu. Þannig nú verður sko aldeilis horft.
Okkur hefur nefnilega, sem betur fer, tekist að losna við "samviskubitið yfir því að hanga inni í góða veðrinu" sem manni er innrætt frá unga aldri á Íslandi því okkur líður hvorugri neitt sérstaklega vel í hitanum sem hefur verið hérna undanfarið. Þess vegna erum við bara inni að dúlla okkur á meðan hitt liðið vesenast í grillveislum og sólböðum.
Man ekki meira í bili..
Í dag var sk. summer fayre í skólanum hjá Ásu. Ofurmóðirin ég tók mig til og skellti í 20 rúllur af sushi (180 bita) sem var selt til fjáröflunar ásamt réttum frá hinum ýmsu heimshornum. Ég var beðin um að koma með eitthvað íslenskt en mér bara datt ekkert í hug og hryllti við tilhugsuninni að reyna að fara að búa til eitthvað nýtt því sálarlífið stendur á brauðfótum og þarf ekki mikið til að allt fari í bál og brand. (Ég minnist með hryllingi síðasta skiptis þegar ég reyndi að baka pönnukökur sem festust allar við pönnuna og duttu allar í sundur...grrrrr)
Á summer fayre var líka verið að selja allskonar dótarí og kom ég hróðug heim með 5 DVD myndir sem ég fékk á 10 pí hverja. Þetta voru allt myndir sem hafa einhvern tíma fylgt með einhverju af dagblöðunum hérna sem útskýrir hversu ódýrar þær voru. Myndirnar voru :
The Last Emperor
Paris, Texas
Fried Green Tomatoes
Metropolis
Howards End....
síðan kom ása heim með Willow og Prúðuleikarana á spólu. Þannig nú verður sko aldeilis horft.
Okkur hefur nefnilega, sem betur fer, tekist að losna við "samviskubitið yfir því að hanga inni í góða veðrinu" sem manni er innrætt frá unga aldri á Íslandi því okkur líður hvorugri neitt sérstaklega vel í hitanum sem hefur verið hérna undanfarið. Þess vegna erum við bara inni að dúlla okkur á meðan hitt liðið vesenast í grillveislum og sólböðum.
Man ekki meira í bili..
4 Comments:
Já hvað þetta með íslenskt uppeldi og að vera með stöðugt samviskubit að hanga inn í góða veðrinu.
Þetta er alveg að fara með mig því hér er líka mikill hiti og við fýlum bara oft mun betur að vera inni en höfum það bara ekki á samviskunni.
Þetta er bara STÓRgalli á íslensku uppeldi og hana nú...
Já ég er bara alveg sammála. Fyrst þegar ég flutti hingað var ég alltaf að rembast við að vera úti í sólinni - fara í göngutúra og svona. Uppskar ekkert nema hausverk, sólsting, slappleika og þurfti síðan að henda fötunum mínum vegna svitalyktar sem fór ekki úr í þvotti.
Vildi bara láta vita af því að nú er hægt að fá tilbúnar pönnukökur (bara nokkuð góðar) í Fjarðarkaupum, svo er bara að velgja þær og setja svo sykur eða rjóma út á. Sehr einfach und schnell.
Kveðja,
Inga Lóa.
Bara nákvæmlega það sem ég er að ganga í gegn um núna. Þú ert greinilega meira svona "women of the world" heldur en ég. Þarf að losna við þennan íslenska sveitalubbaskap og hætta að vera svona mikill lúðapési.
Er búin að blogga, by the way. Finnst ég þurfa að tilkynna það sérstaklega þar sem ég er frekar löt við þetta og þegar ég loksins skrifa heimta ég að allir lesi það sem ég hef að segja, þvílík tilætlunarsemi í gangi
kv
Ranna panna
Skrifa ummæli
<< Home