miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er núna búin að vera á bloggrúnti og finnst allir eitthvað svo sniðugir. Þannig mér rann blóðið til bloggskyldunnar en dettur ekkert í hug að blogga um :S
Ég gæti bloggað um ritgerðina mína en það væri svo leiðinlegt að þið örfáu tryggu lesendur mínir mynduð leggjast niður og sofna.
Ég gæti bloggað um nýja tölvuleikinn sem ég var að byrja að spila, GuildWars, en ég held að enginn nenni að lesa um það því það eru engir leikjanördar sem lesa þessa síðu. Birti kannski mynd af karakternum mínum eins og hefð hefur verið hér á bæ.
Ég gæti bloggað um hversu mikið ég hlakka til að koma til Íslands og vera yfir jólin...hmm...sýnist ég hafi nú þegar gert það og ekki neinu við það að bæta.
Sko mig! Ég er búin að blogga fullt um ekkert... segiði svo að maður læri ekki eitthvað í doktorsnámi, þ.e. að fylla síður af engu!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú gætir alveg bloggað um hvernig það er að fara í atvinnuviðtöl í UK - formally dressed (dressed to kill)?

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir með frú Jósefínu.
Hvernig var viðtalið?
ILH

8:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef maður ætlar að blogga er ekki sniðugt að byrja á að lesa sniðug blogg hjá öðrum fyrst, hef sko rekið mig á það...

3:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home