Jæja best að slá inn restina af ferðasögunni... það er ekki hægt að hafa "cliffhanger" að eilífu...þá endar bara með að einhver dettur fram af klettinum. Sit hér á aðfangadagskvöld klukkan hálf sjö og bíð í ofvæni eftir að þau komi heim úr kirkju svo við getum farið að borða. Er búin að sötra smá sósu svona til að gera biðina bærilegri.
En allavega... rúllustigamanninum var ekki boðið með á oxford street, kannski eins gott því hann hefði eflaust aldrei geta haldið í við okkur. Þær stöllur hreinlega gengu berserksgang í verslunum HM, Nike, Bershka, Mango og einhverjum fleiri sem ég man ekki því á þessarri stundu var ég orðin mjög þreytt og sat einhversstaðar á sokkaleistunum og starði fram fyrir mig með augun tóm. Það er nefnilega ekki sniðugt að fara í víking í háhæluðum stígvélum...best að muna það. En þær stöllur létu engan bilbug á sér finna fyrr en að við höfðum sest niður á sushistað einum góðum...þá var allt í einu bara allt búið. Eftir þrælgott sushi var haldið í lestina og þar hittum við agalega skemmtilegan English Gentleman og konuna hans og hann var ægilega ánægður með okkur og landa okkar hann Mr Bágur (Baugur) sem hafði nýverið keypt öll bréfin hans í House of Fraser. Hann var líka mjög ánægður með ferðina sem hann og frúin höfðu farið í til Íslands og kallaði reglulega yfir til hennar til að staðfesta nú hvað hefði verið gaman. “We had a lovely time there… didn’t we darling?” Og alltaf jánkaði konan og tókst að koma að smá fróðleiksmolum um ferðina “we saw them little ponies there… and you have a lot of birds” o.þ.h..
Herramaðurinn var ekki eins ánægður með hvalveiðarnar og Eyrún var alveg undirbúin í smá fæting en hún er dulítið spennt fyrir veiðunum og ég held bara að hún hafi verið með skutulinn tilbúinn.
Næsti dagur rann upp bjartur og fagur og þá héldu þær stöllur inn í Guildford svona tl að athuga hvort það væri eitthvað þar sem hægt væri að kaupa og komu heim hróðugar með ýmsan varning. (Hérna er minnið eitthvað farið að bregðast)
Svo var haldið til Brighton daginn eftir og þar var chillað aðeins meira og kaffihús og veitingastaðir heimsótt sem og rölt um litlu göturnar með litlu búðunum í rólegheitunum. En móðurskipið HM kallaði alltaf á þær og þar var endað með stæl þegar Anna Karen keypti upp barnadeildina og tók hana með sér heim til Íslands. Þannig ef þið eruð að fara til Brighton ekki búast við því að það sé nein barnadeild þar í HM.
En ég vil nota tækifærið og óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakka þeim stöllum innilega fyrir heimsóknina og vona að þær komi brátt aftur.
kv
Þórdís
En allavega... rúllustigamanninum var ekki boðið með á oxford street, kannski eins gott því hann hefði eflaust aldrei geta haldið í við okkur. Þær stöllur hreinlega gengu berserksgang í verslunum HM, Nike, Bershka, Mango og einhverjum fleiri sem ég man ekki því á þessarri stundu var ég orðin mjög þreytt og sat einhversstaðar á sokkaleistunum og starði fram fyrir mig með augun tóm. Það er nefnilega ekki sniðugt að fara í víking í háhæluðum stígvélum...best að muna það. En þær stöllur létu engan bilbug á sér finna fyrr en að við höfðum sest niður á sushistað einum góðum...þá var allt í einu bara allt búið. Eftir þrælgott sushi var haldið í lestina og þar hittum við agalega skemmtilegan English Gentleman og konuna hans og hann var ægilega ánægður með okkur og landa okkar hann Mr Bágur (Baugur) sem hafði nýverið keypt öll bréfin hans í House of Fraser. Hann var líka mjög ánægður með ferðina sem hann og frúin höfðu farið í til Íslands og kallaði reglulega yfir til hennar til að staðfesta nú hvað hefði verið gaman. “We had a lovely time there… didn’t we darling?” Og alltaf jánkaði konan og tókst að koma að smá fróðleiksmolum um ferðina “we saw them little ponies there… and you have a lot of birds” o.þ.h..
Herramaðurinn var ekki eins ánægður með hvalveiðarnar og Eyrún var alveg undirbúin í smá fæting en hún er dulítið spennt fyrir veiðunum og ég held bara að hún hafi verið með skutulinn tilbúinn.
Næsti dagur rann upp bjartur og fagur og þá héldu þær stöllur inn í Guildford svona tl að athuga hvort það væri eitthvað þar sem hægt væri að kaupa og komu heim hróðugar með ýmsan varning. (Hérna er minnið eitthvað farið að bregðast)
Svo var haldið til Brighton daginn eftir og þar var chillað aðeins meira og kaffihús og veitingastaðir heimsótt sem og rölt um litlu göturnar með litlu búðunum í rólegheitunum. En móðurskipið HM kallaði alltaf á þær og þar var endað með stæl þegar Anna Karen keypti upp barnadeildina og tók hana með sér heim til Íslands. Þannig ef þið eruð að fara til Brighton ekki búast við því að það sé nein barnadeild þar í HM.
En ég vil nota tækifærið og óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakka þeim stöllum innilega fyrir heimsóknina og vona að þær komi brátt aftur.
kv
Þórdís
3 Comments:
Búin að bíða spennt í heilan mánuð eftir að heyra eitthv. meira um rúllustigamanninn, svo gufar hann bara upp eins og hver önnur gufa. Átti allt eins von á því að þarna væri spiderman kominn eða þá bara súpermannnnnn.
En hvað með það, allt er gott sem endar vel (nema þetta með barnafatabúðina). Þeir verða bara að opna nýja.
Kveðja
ILH.
Hahaha frábær ferðasaga :o)
Held ég hafi nú skilið smá eftir í barnadeildinni í HM þ.a. þú ættir að geta fundið e-ð Inga Lóa ;)
Ég get sagt ykkur að rúllustigamaðurinn ógurlega náði að hrella Þórdísi það mikið að við Eyrún tókum allt í einu eftir Þórdísi stökkva (nánast í einu stökki) niður allan rúllustigann og vissum ekkert hvað var að gerast fyrr en við hittum hana þegar við vorum búnar að skrölta niður í rólegheitum :o)
Bestu kveðjur,
Anna Karen
Þá er það stóra spurningin.
Hvað sagð ´ann við Þórdísi?
ILH
Skrifa ummæli
<< Home