mánudagur, desember 04, 2006

Vei vei! Fékk þetta fína móðurborð, örgjörva og skjákort í tölvuna og get núna spilað eins og vindurinn...var í baði þegar góssið kom og þurfti að stökkva upp úr og fara í slopp en fann ekki beltið og þegar sendillinn skellti kassanum í fangið á mér þurfti ég að sleppa takinu á sloppnum í augnablik. Ég er ekki frá því að sendillinn hafi verið aðeins glaðari á leiðinni niður stigann :S

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Desperate housewive!

10:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott er að gleðja mann og annan.
ILH.

8:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

múúhahahaha þú ert ekkert smá flott :O)

Takk kærlega fyrir samveruna um helgina....þetta var alveg frábært!!
Hlakka til að hitta þig aftur eftir nokkra daga

Knús
Anna Karen

10:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home