Ég var búin að lofa að blogga ferðasögu frá því að Anna Karen og Eyrún voru hérna þannig nú er best að koma því frá. Doktorsritgerðin getur bara beðið á meðan.
Vil minna á að þessi færsla er í boði HM og Starbucks.
Ferðin byrjaði á því að ég var föst í umferð á M25 í um 1 1/2 tíma vegna þess að vörubíll hafði oltið. Þar stöllur eru svo vel uppaldar að þær biðu bara rólegar á meðan og gæddu sér á kaffi og með því á flugvellinum. Við brutumst síðan heim þar sem ég eldaði lax ofan í mannskapinn og dró þær síðan með í Tesco að versla smá í matinn. Eyrún skemmti sér stórvel í Tesco en Anna Karen var mun afslappaðri enda vön Tesco manneskja frá því í gamla daga.
Við fórum síðan snemma í háttinn því við vildum vera vel úthvíldar fyrir londonferðina daginn eftir. Daginn þann var vaknað við fyrsta hanagal og lögðum við í hann um hálftíuleytið eftir mikið pepp frá þeim stöllum. Við byrjuðum á að fara í Camden Town á markaðina og í uppáhaldsbúðina hennar Önnu Karenar, Cyberdog, þar sem er að finna ýmsan varning fyrir fólk sem er í sk Cyberpunk tísku, eins og Anna Karen einmitt :D.
Siðan lá leiðin í goth/rock/alternative búð eina þar sem þær stöllur voru skammaðar af goth búðarkonunni fyrir að vilja taka myndir. Eftir það hegðuðum við okkur vel því þessi kona var pínu scary og við vildum ekki lenda í útistöðum við hana og þykkbotna rokkstígvélin hennar. Mér tókst nú samt að kaupa þessa fínu peysu þrátt fyrir hræðsluna.
Annars var frekar fátt um fína drætti í Camdenbúðunum fyrir svona hrausta skandinava eins og okkur því margar búðirnar selja lítil föt sem eru saumuð og hönnuð af litlu fíngerðu fólki frá Asíu fyrir litlar fíngerðar konur og þá yfirleitt í one size. Þegar Gúllíver í Putalandi-syndromið var farið að yfirtaka okkur..ákváðum við að fara á oxford street og skelltum okkur í tubið þar sem ég hitti skemmtilegan mann í rúllustiganum sem vildi endilega rymja í eyrað á mér og buðum við honum að koma með okkur...
Stay tuned...framhaldið kemur síðar
Vil minna á að þessi færsla er í boði HM og Starbucks.
Ferðin byrjaði á því að ég var föst í umferð á M25 í um 1 1/2 tíma vegna þess að vörubíll hafði oltið. Þar stöllur eru svo vel uppaldar að þær biðu bara rólegar á meðan og gæddu sér á kaffi og með því á flugvellinum. Við brutumst síðan heim þar sem ég eldaði lax ofan í mannskapinn og dró þær síðan með í Tesco að versla smá í matinn. Eyrún skemmti sér stórvel í Tesco en Anna Karen var mun afslappaðri enda vön Tesco manneskja frá því í gamla daga.
Við fórum síðan snemma í háttinn því við vildum vera vel úthvíldar fyrir londonferðina daginn eftir. Daginn þann var vaknað við fyrsta hanagal og lögðum við í hann um hálftíuleytið eftir mikið pepp frá þeim stöllum. Við byrjuðum á að fara í Camden Town á markaðina og í uppáhaldsbúðina hennar Önnu Karenar, Cyberdog, þar sem er að finna ýmsan varning fyrir fólk sem er í sk Cyberpunk tísku, eins og Anna Karen einmitt :D.
Siðan lá leiðin í goth/rock/alternative búð eina þar sem þær stöllur voru skammaðar af goth búðarkonunni fyrir að vilja taka myndir. Eftir það hegðuðum við okkur vel því þessi kona var pínu scary og við vildum ekki lenda í útistöðum við hana og þykkbotna rokkstígvélin hennar. Mér tókst nú samt að kaupa þessa fínu peysu þrátt fyrir hræðsluna.
Annars var frekar fátt um fína drætti í Camdenbúðunum fyrir svona hrausta skandinava eins og okkur því margar búðirnar selja lítil föt sem eru saumuð og hönnuð af litlu fíngerðu fólki frá Asíu fyrir litlar fíngerðar konur og þá yfirleitt í one size. Þegar Gúllíver í Putalandi-syndromið var farið að yfirtaka okkur..ákváðum við að fara á oxford street og skelltum okkur í tubið þar sem ég hitti skemmtilegan mann í rúllustiganum sem vildi endilega rymja í eyrað á mér og buðum við honum að koma með okkur...
Stay tuned...framhaldið kemur síðar
2 Comments:
Þetta var skemmtileg ferðasaga. Núna bíð ég spennt eftir framhaldinu. Svo mæli ég með að þið stöllur leggið leið ykkar til Oslóar næst. Ég get örugglega fundið goth eða cyper búð handa ykkur. Svo eru Norðmenn svo vinalegir að þið megið örugglega taka fullt af myndum í öllum búðum :)
Kveðja frá Osló
Osló kemur sterklega til greina sem næsta (ó)vissuferð...goth eða cyper búðir ekki skilyrði en Starbucks er aftur á móti mikilvægur í hverju útlandi og gladdi mig mjög í Englandinu góða.
...svo var þessi goth-afgreiðslukona meira fúl út í Önnu Karen því hún var með einhver læti og uppistand í búðinni...en ég sat bara á litlum kolli í einu horni búðarinnar :) Kv. Eyrún Starbucks.
Skrifa ummæli
<< Home