fimmtudagur, janúar 18, 2007

Nú eru ægileg læti hér í landi út af einhverjum rifrildum og skítkasti sem eiga sér stað í "Celebrity Big Brother" sem er í sjónvarpinu núna. Ég verð að hryggja ykkur lesendur góðir með því að ég hef ekkert fylgst með þessum þætti og hef því ekkert um þetta mál að segja. Ég hef nefnilega fyrir margt löngu gefist upp á að horfa á raunveruleikaþætti hvaða nafni sem þeir nefnast. Það sem fer alveg með mig eru dagbókartökurnar þar sem fólk analyserar á sér naflann um leið og það reynir að stinga hausnum lengra upp í rassgatið á sjálfu sér. Einnig fer mikið púður í það að greina og baktala aðra keppendur.

Eins er ég búin að gefast upp á flestöllum Bandarískum þáttum þannig ég er varla viðræðuhæf. Finnst þeir allir fullir af einhverjum ábúðafullum karlmönnum með sterklega kjálka og fagurlimuðum, anorexiskum ofurbrúnum megabeibum sem tala saman í hálfum hljóðum, annað hvort um sjúkdómsgreiningar, framhjálhald, framliðið fólk eða alkóhólisma.

Annað er það að frétta að hér er alveg rosa rok og á háskólalóðinni lágu tvö tré á hliðinni - ekki lítil tré- heldur frekar stór og vegleg tré. Síðan lá leiðin í bæinn og þar hafði framhlið eins húss fokið niður. Ég og mýslan komust samt heim ófoknar og látum fara vel um okkur á sófanum.

Gaman að sjá ykkur öll í kommentunum í fyrri færslunni þið fáið fullt hús stiga frá mér fyrir að kommenta :D

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góðan dag og gleðilegan fyrsta dag í þorra. Nú er bara að þreyja hann og góu gömlu. Heyrði um óveðrið í morgunfréttum og varð hugsað til ykkar. Gott að kúra sig í svona látum. Góða helgi.
Inga Lóa.

8:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home