þriðjudagur, mars 28, 2006

Vildi bara segja bless...er að fara til Finnlands á morgun og kem eflaust við í múmínálfasafninu í Tampere....og flyt síðan einn fyrirlestur um hlutverkaleiki á netinu...segi langa og ítarlega ferðasögu þegar ég kem til baka.

fimmtudagur, mars 23, 2006

MUHAHAHAHA....

Your Hidden Talent
You have the power to persuade and influence others.You're the type of person who can turn a whole room around.The potential for great leadership is there, as long as you don't abuse it.Always remember, you have a lot more power over people than you might think!

miðvikudagur, mars 22, 2006

Eyddi mestum hluta dags hjá lækni og fékk fleiri lyf og er alveg rosalega pirruð á þessu ástandi...grrrrrr....fnæs....pirrr......

Er að horfa á sjónvarpið og í þessu stuði sem ég er núna (btw...keypti aldrei krosssauminn góða) þá get ég orðið alveg rosa pirruð og gröm yfir fólki í öllum þessum þáttum sem eru sýndir hérna...

Í gær var eitthvað risa ríkt fólk sem átti 3 stóra Dana hunda sem voru með nanny sem eldaði fyrir þá (nota bene mjög fínan mat og burstaði í þeim tennurnar og bjó um þá) ...þeir voru með sér svefnherbergi og óðu uppi eins og spilltustu börn og drógu ríkisbubbana um bæinn þveran og endilangan þannig að kellingin datt og rispaði fína leðurjakkann og braut löngu gervineglurnar og hárið varð allt úfið. Síðan var hringt í hundaþjálfarann sem reddaði þessu á nó time...þannig þau gátu haldið áfram þar sem frá var horfið með litla fullkomna lífið...

Núna er ég að glápa á fólk sem vantar svo að eiga 2 heimili og þátturinn gengur út á að finna fyrir þau íbúð og hús til að búa í og þau ganga um svo fín hús sem ég vildi glöð eiga því þau voru öll alveg rosalega fín En þau gátu ekki verið ánægð með neitt og tautuðu í sífellu ... "hmmmm þetta er aðeins of þröngt"...."hmmm ég vil ekki alveg svona lit á gólfunum"...."hmmm mig langar svo að vera hip og trendy og búa í the city centre í loft íbúð"

Er ég öfundsjúk...bitur...fátæk námsmey?

You bet your pretty little arse I am !!!

mánudagur, mars 20, 2006

Afsakið bloggfallið... í fréttum er þetta helst....zzzzzzzzzz

Finlandsgreinin hefur verið send...Finlandsferð og hótel hefur verið bókað...mest spennandi við þessa ferð finnst mér að fara til lands múmínálfanna (ekki segja role-playing fólkinu það) Langar að kaupa mér eitthvað hemúladót....hann er nefnilega uppáhalds persónan mín.

Ég hélt fyrirlestur fyrir deildina mína sem gekk bara vel...ofandaði bara einu sinni...sem ætti að teljast nokkuð gott...fékk góðar viðtökur og góðar spurningar.

Mýslan er hress að vanda... eins og nokkrir vita þá á hún lítinn sel sem hún sefur alltaf með...hann heitir Maggi og hefur nýlega verið fataður upp í litlar peysur... Í gær var hún eitthvað pirruð á því að finna hann ekki fyrir háttatímann og segir "Hvar er eiginlega hann Magnús Guðmundsson?!" Það tók mig nokkrar mínútur að fatta um hvern hún var að tala....

Hey og tékkið á Írlandsmyndunum hjá Ásdísi systur...Þær eru undir linknum "mínar myndir"... þær eru voða fínar og ég vil líka benda ykkur á að skoða vel nýja varalitinn sem ég keypti mér :D

kv

mánudagur, mars 13, 2006

Það hefur verið draumur okkar systra í mörg ár að fara til Írlands síðan við sáum myndina The Commitments. Við horfðum einmitt á hana kvöldið sem við komum aftur til Guildford og glöddumst mjög þegar við sáum kunnugleg stræti. Ferðasaga systu verður sögð í bútum og hún mun eflaust leggja eitthvað til málanna á sinni síðu. Við vorum svo heppnar að á laugardeginum var stór leikur í rugby milli Írlands og Skotlands og Dublin var full af Skotum. (þetta var dálítið svona 2 fyrir 1 díll...því skotar eru líka dálítið í uppáhaldi...held að það sé eitthvað með hreiminn)

Hápunktur ferðarinnar að mínu mati var þegar við stóðum inni á troðnum bar, með pint of Guiness í annarri og vorum umkringdar skoskum karlmönnum í skotapilsum sem sungu allir sem einn "you can shove your fucking chariots up your arse" við lagið det var brændevin í flasken. Held að þeir hafi verið að syngja til Íranna.... vona að þessu hafi allavega ekki verið beint til mín og Ásdísar :S

Takk fyrir komuna lillesös.... hvert eigum við að fara næst?

fimmtudagur, mars 02, 2006

Frettabladid i dag, bls 18.

'Ryksugur eru ekki flókid fyrirbæri. Hins vegar vekur fátt upp jafn óþægilegar tilfinningar og lélegar ryksugur'

HA?!?