mánudagur, mars 24, 2003

Alltaf jafn mikill blogg dugnaður hérna í Tanglewood eða þannig.
Ég gæti náttúrulega kennt góða veðrinu um af því að það er búið að vera æði. Ég og Ása eyddum helginni að mestu úti við. Á laugardag fórum við á hamborgarastaðinn og síðan lá leið á róló og þaðan í heimsókn til hennar Parm. Hún er með mér í skólanum og er afskaplega hrifin af Ásu (eins og reyndar allt heilvita fólk). Í gær keyrði um þverbak og eyddum við mestum tímanum í´garðinum, ég í sólbaði og Ása í hestaleiknum. Hestaleikurinn er ákaflega dramatískur leikur þar sem persónur skiptast á um að deyja, slasast eða fara í byrgið/fangelsi. Allir plástrar heimilisins eru notaðir í að hlúa að hinum slösuðu og mikið liggur á að koma réttlæti yfir þá sem gerast sakir um alls kyns krimmaskap. Þeir sem deyja eru sjaldan langt undan og geta þeir sem eftir lifa talað við þá því hinir látnu eru oftast uppi í himninum "eins og pabbi hans Simba" (Lion King). Eftir þetta lá leiðin inn í bæ þar sem við keyptum ís og spókuðum okkur í góða veðrinu.

Það fer ekki mikið fyrir fréttum af námi mínu á þessu bloggi og hér kemur smá updeit: Ég er sem sagt í Brunel University að leggja stund á MA nám í Media, Communication and Technology sem ég klára í september. Læt ykkur bara vita af þessu því mér hefur svona heyrst að það séu ekki allir með á því hvað ég er að læra sem er kannski ekki skrýtið þar sem ég hef verið orðuð við Stjórnmálafræði, Mannfræði, Hjúkrun og Kvennafræði. Ég er að melta það með mér hvort ég eigi ekki bara líka að klára MA í mannfræði þar sem ég á bara eftir að skrifa ritgerðina þar á bæ og þið sem viljið eitthvað um það segja endilega skrifið mér póst. Mig vantar svolítið pepp frá ykkur stuðningsmönnum og kannski smá pinch of reality frá ykkur sem haldið að ég sé ekki alveg í lagi að gera þetta allt í einu, húsmóðirin og móðirin!!!

Annars er bara allt gott að frétta nema náttúrulega stríðið sem getur gert alla heilvita einstaklinga afskaplega pirraða, hérna er ekkert annað í fréttum en bardagar, olíueldar og sprengjuflugvélar. Það sem stendur upp úr er náttúrulega viðbrögð Donald Rumsfeld við þeim Írakasið að birta myndir af stríðsföngum sínum í sjónvarpinu. Donald var afar óhress með þetta og þetta ku víst vera brot á Genfarsáttmálanum. Þetta er einmitt sá sami sáttmáli sem þeir kanar hafa alveg gleymt þegar kemur að því að fjalla um þeirra eigin stríðsfanga frá Afghanistan sem eru núna staðsettir á Kúbu og eflaust enn með bundið fyrir augun. Veit ekki hvort það er í Genfarsáttmálanum að allir stríðsfangar eigi alltaf að vera með bundið fyrir augun og í fangelsi án dóms og laga í lengri tíma en ár, en fyrst að Donald þekkir sáttmálann svona vel þá er þetta ábyggilega þar, kannski í smáa letrinu. Síðan var náttúrulega fréttaskot af bandarískum hermönnum að sprengja í sundur hús og hrópa WOOOHOOO!!!! allir í kór þegar eldflaugin lenti á réttum stað. Þeir hafa ábyggilega spilað of mikið af tölvuleikjum meðan þeir voru að bíða í Kuwait og hafa gleymt því að það gæti leynst lifandi fólk í nærliggjandi húsum. Afar óviðeigandi finnst mér en þetta macho hermannaandrúmsloft er nú einu sinni sérgrein þeirra kana og þetta gera þeir best!! Ég bíð núna spennt eftir myndinni !!!

Góðar stundir greyin mín
Spider-Woman

miðvikudagur, mars 19, 2003

Góðan dag góða fólk
Í dag skín sólin sem aldrei fyrr hérna í landinu góða ( sem er reyndar að fara í stríð en það er önnur saga) og er búist við að hitinn fari upp í 15° C í dag. Mér líður voða illa að hanga inni og læra (eða blogga) þar sem að ég íslendingurinn var alin upp við að maður ÆTTI að vera úti þegar sólin skini, annars gæti maður misst af eina sólardeginum á árinu. Þetta kannast líklega fleiri við og lenda í þessu gífurlega samviskubiti í hvert skipti sem sólin skín. Ég gæti lent í vandræðum með þetta hérna þar sem að það eiga að vera fleiri sólardagar hér en heima og kannski verð ég bara að hætta í skólanum svo ég geti verið nóg úti. Ekki veit ég hvernig Ásdís systa fer að í Miami, þar sem er alltaf gott veður og sólin skín (asdissv.blogspot.com) endilega kíkið á hennar blogg sem er mjög sniðugt í dag að frádregnum nokkrum blótsyrðum. Ég kann nefnilega ekki að setja inn svona link.
Vildi bara láta ykkur vita af góða veðrinu og bráðum verðu sett um einhverskonar commenta kerfi hérna þannig aðþið getið svarað fyrir ykkur ef þið endilega viljið.
Góðar stundir
(ég nenni ekki að skrifa um stríð í dag, það er allt of þunglyndislegt)

Spider-Woman

laugardagur, mars 15, 2003

Þar sem við höfum fengið sterk viðbrögð við greinarkorninu hér að neðan höfum við kosið að birta smá leiðréttingu:
1. Tíminn á blogginu er ekki rétt stilltur þannig að við vorum ekki drukknar/sofandi um kvöldmatarleytið.
2. Ásan sem er nefnd er ekki Ása litla heldur Ása mannfræðinemi sem er fullorðin kona svo hún má fara á pöbba og fá sér í fótinn.
3. Anna Karen reykir ekki í alvörunni og er alveg að fara að hætta.
4. Við vorum bara létt tipsy og vorum landi okkar til sóma. Vorum reyndar síðastar út eins og vanalega en það var af því að við vorum að snyrta okkur.

Þannig var nú það ! En það var voða gaman hjá okkur og við máluðum alveg allan bæinn rauðan.

kveðjur heim

Spider-Woman
úpsadeisís við erum svo fullar....ég get eiginleg ekki skrifar sko .....langaði bara að láta ykkur vita.....e´g er sko að horfa á skjáinn með öðru augnu :) víð vorum s.s að koma heim og Þórdís er farin að sofa en ég er að spá í að fara út að smöge og vekja hann atla minn :) hihhihihih hann hefur bara gott af því. Djöfull er erfitt að typa þegar maður er svona fullur!!!!!!!!!!!!!! Við fórum s.s út á lífið...ég,. Þórdís og Ása...voða gaman og voða fullar hahahhahahahaha
heyrumst síðar

Karenbeib hin fulla tralalallala

miðvikudagur, mars 12, 2003

Líður voða vel núna...fór nefnilega í gymmið eftir vinnu og tók vel á því. Er búin að vera svona hálf þunn í dag...mjög skrítið því ég fékk mér bara tvo bjóra í gær...ætli maður sé ekki bara orðinn svona gamall :(
Hey ég skellti mér á fótboltaleik um helgin með Atla og Adam (skólafélagi Atla). Við fórum á Ipswich - Stoke.....og það var mjög gaman...maður fór alveg inn í fótboltastemminguna. Svo var auðvitað ekki slæmt að það eru Íslendingar í báðum liðunum....hann Hemmi (sem er í Ipswich) slasaðist reyndar eftir 20 mín og það þurfti að bera hann út af vellinum....strákreyið! Allavega þá var þetta mjög gaman og eftir leikinn töltum við aðeins um Ipswich og skelltum okkur að sjálfsögðu á nokkra pöbba :)
Jæja nú ætla ég að kíkja aðeins á sjónvarpið
Þar til síðar....hafið það sem allra best

Karenbeib

föstudagur, mars 07, 2003

Jæja nú líður að enn einni helginni hérna í landi Eng og best að blogga aðeins um atburði liðinna daga.
Eins og sést hérna að neðan þá er Ása búin að læra að telja á ensku og er mjög stolt af. Í gær fórum við litla fjölskyldan á Pizza Hött og alltaf þegar þernan kom að borðinu hrópaði Ása "Two icecream please", Það var nefnilega búið að ákveða að kaupa ís eftir matinn og Ása vildi helst drífa þessi ískaup af í staðinn fyrir að klára matinn fyrst. Hún er sem sagt búin að læra ensku og notar hana óspart núna og spjallar við Jozeph á ansi fyndinni ísl-ensku og apar eftir honum enskan hreim á íslenskum orðum og fallbeygir vitlaust eins og hann gerir. Þau eru sem sagt komin með sér tungumál sem sker okkur málrasistana í eyrun.
Ég komst að tvennu í dag sem ég verð að segja frá. Í fyrsta lagi er ég veðurgyðja Uxbridge og í öðru lagi er ég léleg landkynning, þetta verður nú útskýrt betur:
Ég hef tekið eftir því að ef ég hengi þvott út á snúru eða fer út án regnhlífar þá rignir ALLTAF! sama hversu gott veðrið er búið að vera gott. Ég hef sem sagt þann mátt að geta haldið veðri þurru ef ég tek með mér regnhlíf hvert sem ég fer og ef ég held þvotti mínum innandyra. Ef ég fer út með sólgleraugu þá skín sól ei meir og dregur bara alveg fyrir og oft kemur líka kaldur vindur sem ég tengi því að ég hef látið sólina blekkja mig eina ferðina enn og farið út án þess að vera í peysu innan undir. Þetta er mikil ábyrgð að bera og ég þarf að fara vel með þessar gáfur mínar til að allt haldist í jafnvægi í náttúrunni hérna.
Varðandi landkynninguna þá fæ ég oft þá spurningu frá fólkinu hérna hvernig sé að búa á Íslandi. Þetta virðist saklaus spurning svona við fyrstu sýn en hún leynir á sér og nú gildir að vera góð landkynning og fá sem flesta til að heimsækja Ísland svo við fáum meiri peninga og fleiri útlendinga til að skelfa á fylleríum. Maður þarf nefnilega að vita hvernig persónan er sem spyr til að koma upp með gott svar. Sem dæmi má nefna að ég fór í klippingu í dag og fékk einmitt þessa spurningu frá klippistúlkunni sem var afskaplega mikil pæja. Ég átta mig ekki á þessu strax og fer eitthvað að röfla um velferðakerfið og lága glæpatíðni og hversu öruggt sé að vera með börn þarna. Eftir að ég sleppi orðinu átta ég mig á því að ég hef núna misst af einu stk. túrista því hún verður alveg tóm í augunum og segir bara "thats nice" og brosir. Ég er nefnilega búin að umgangast hana Parm undanfarið og hún er afskaplega meðvituð, vinstrisinnuð feministakona og hún vill vita allt um status þessara mála á Íslandi, þannig ég hef vanist því að tala um kosti Íslands á þessum nótum. Ég var búin að gleyma djammsvarinu sem er sniðið að þörfum unga fólksins sem hljóðar á þessa leið: "Iceland is fantastic for going out on the weekends, the pubs are open until five-six in the morning and all the young people are out all night partying, especially during the summer when there is daylight 24/7." Þetta var svarið sem ég notaði óspart fyrir grísku stúlkurnar sem sögðu sömu sögu af Aþenu og nokkra aðra bekkjarfélaga sem urðu strax voða spenntir og vildu fara helst strax til íslands enda í djammþörf þar sem allt hér lokar kl. ellefu á kvöldin. Ég lærði sem sagt af þessu öllu saman og mun standa mig betur í landkynninunni á næstunni, því lofa ég!

Jæja best að drepa ykkur ekki úr leiðindum
Hafið það gott greyin mín

Spider-Woman

p.s. Er búið að ráða í stöðu umboðsmanns hestsins? Ef einhver hittir Guðna Ágústsson þá má hann senda mér eitt stk. umsóknareyðublað því ég held að ég yrði góður umboðsmaður ;)


mánudagur, mars 03, 2003

Ohhh nú er ég alveg tryllt, ég var nefnilega að lesa það sem hún Þórdís skrifaði í dag og uppgötvaði að það er bolludagur og mig langar þ.a.l alveg ROSALEGA mikið í vatnsdeigbollur með rjóma og súkkulaði!! Ég var s.s að ákveða að ég ætla að gera bollur fyrir okkur hér í Tangelwood um helgina....þarf bara að hafa samband við hana mömmsu til að fá upplýsingar um hvernig á að gera góðu bollurnar sem við gerum alltaf heima :)
Ég er byrjuð í venjulega lífinu aftur og varð frekar svekkt í morgun þegar ég fattaði að ég þarf að vinna heila vinnuviku...ég hef nefnilega átt stuttar vinnuvikur síðustu 2 vikurnar því hún Fanney var hér í heimsókn. Það var alveg rosalega gaman að hafa hana hérna hjá okkur í heila 5 daga. Þegar ég fór á flugvöllinn að sækja systu þá þekkti ég hana varla....stelpan nýkomin úr klippingu, búin að grennast og trítlaði um á háum hælum....alveg hrikalega mikil skutla hún fannsa pannsa....það vantar nú ekki! Við skemmtum okkur mjög vel...máluðum Uxbridge bæinn rauðann eins og Dísa sagði ykkur frá og svo á laugardaginn mætti Atli á svæðið og Steven kom og sótti okkur þrjú og ferðinni var heitið til Birmingham til að fagna þrítugsafmælinu hans Stevens....þar var rosa stuð...afmælið var haldið á litlum sætum bar og mikið drukkið og dansað og svo auðvitað haldið á hótelbarinn eftir að barinn lokaði kl. 2....við vorum s.s flott á því og gistum á hóteli :)
Svo hittum við Gunnsu systir, Sigurjón hennes ekteman og Andra Stein litla....og tættum með þeim á fataheildsölur....við systurnar náðum að bæta aðeins við fataskápinn sem gerir mann alltaf rosalega hamingjusaman....það þart svo lítið til að gleðja litlu hjörtun :)
Fannsa fór heim á miðvikudaginn snökt snökt.
Ég fór til Colchester um helgina að heimsækja atlann og við áttum góða helgi saman...tölt í bænum...ferð á barinn.....rosa fínt. Ég get bætt aðeins við samgöngusöguna hennar Spider-Woman að á leiðinni til Colchester stoppaði lestin þegar voru í mesta lagi 5 mínútur eftir af ferðinni og þar vorum við stopp í 40 mínútur!!!! Ég hélt ég myndi bilast...ýkt svöng og þreytt í þokkabót....en þar sem ég þekki mjög frábæran strák í Colchester þá var hann búinn að elda fyrir mig þegar ég mætti upp í háskóla :)
Eg verð nú bara aðeins að segja ykkur frá því að hann Jozep er að tala við mömmu sína í símann (sem er kannski ekki frásögu færandi) en allavega þá var hún Ása ofurkrútt að telja fyrir hana upp á 20 á ensku...og hún er svo fyndin með enska hreiminn sinn....algjört krútt. Karenbeib og Spider-Woman eru sko enn með íslenska hreiminn sinn...halda vel í hann

Jæja allehubba
Þar til síðar
Karenbeib
Gleðilegan bolludag nær og fjær.
Það eru reyndar engar bollur í þessu guðsvolaða landi, kannsk hægt að narta í 1 stk. Jam doughnut sem er reyndar ekkert góður en bara svona til að vera með. Maður þarf að fara varlega og bíta á réttum stað þar sem gatið er annars spýtist sem sagt sulta á nærstadda vegfarendur. Fékk reyndar ekta íslenskar bollur í bollukaffi í gær. Ég og Ása fórum nefnilega í heimsókn til Óla frænda og fengum bollur og Ása hitti Söru vinkonu sína og þar var glatt á hjalla og ég hélt reyndar stundum að þær myndu rífa niður húsið í öllum látunum. Hver segir svo að stelpur séu alltaf stilltar og prúðar og leiki sér fallega ???
Annars er allt gott að frétta, Ása er byrjuð aftur í skólanum og var voða spennt að hitta alla vini sína. Hún er orðin rosadugleg að skrifa og eins og hún hafi aldrei gert annað. Við fullorðna fólkið erum við hestaheilsu, aðalumræðuefni mitt og Önnu Karenar er um þessar mundir samgönguvandamál Lundúnaborgar, reyndar tölum við dálítið mikið um þetta stundum og erum alveg steinhneykslaðar á öllu þessu rugli sem einkennir allar almenningssamgöngur hér. Karenbeib er nefnilega oft á ferðinni til hans Atla síns og þá þarf hún að ganga í gegnum ýmislegt þar sem hún notar bæði strætó og lestarkerfið og saman eru þessi tvö kerfi "deadly". Og fyrir Íslendinga sem ferðast yfirleitt um í bíl eða strætó sem er oftast á tíma og oft frekar tómur þá er þetta mikið erfiði. Bretar taka þessu samt með ótrúlegum rólegheitum á meðan það neistar af okkur óþolinmóða fólkinu. Til dæmis í gær þá fórum ég og Ása í ferð inn í London og tókum tube sem að gat ekki farið með okkur á endastöð af því að það var viðgerð í gangi, þá var boðið upp á replacement bus sem keyrði á allar stöðvarnar og það var rúmlega klukkutíma ferð fram og til baka og í hringi með voða mörgu fólki. Núna finnst ykkur líklegt að ég sé bara eitthvað biluð og bitur að vera að röfla þetta en þetta er svona ALLTAF þegar maður bregður sér af bæ. Þannig að þegar við erum argar þá fáum við útrás með því að með því að tala illa um almenningsamgöngur þeirra Breta.

Jæja best að hætta að röfla
Allir með strætó!!

Spider-Woman