Jæja nú líður að enn einni helginni hérna í landi Eng og best að blogga aðeins um atburði liðinna daga.
Eins og sést hérna að neðan þá er Ása búin að læra að telja á ensku og er mjög stolt af. Í gær fórum við litla fjölskyldan á Pizza Hött og alltaf þegar þernan kom að borðinu hrópaði Ása "Two icecream please", Það var nefnilega búið að ákveða að kaupa ís eftir matinn og Ása vildi helst drífa þessi ískaup af í staðinn fyrir að klára matinn fyrst. Hún er sem sagt búin að læra ensku og notar hana óspart núna og spjallar við Jozeph á ansi fyndinni ísl-ensku og apar eftir honum enskan hreim á íslenskum orðum og fallbeygir vitlaust eins og hann gerir. Þau eru sem sagt komin með sér tungumál sem sker okkur málrasistana í eyrun.
Ég komst að tvennu í dag sem ég verð að segja frá. Í fyrsta lagi er ég veðurgyðja Uxbridge og í öðru lagi er ég léleg landkynning, þetta verður nú útskýrt betur:
Ég hef tekið eftir því að ef ég hengi þvott út á snúru eða fer út án regnhlífar þá rignir ALLTAF! sama hversu gott veðrið er búið að vera gott. Ég hef sem sagt þann mátt að geta haldið veðri þurru ef ég tek með mér regnhlíf hvert sem ég fer og ef ég held þvotti mínum innandyra. Ef ég fer út með sólgleraugu þá skín sól ei meir og dregur bara alveg fyrir og oft kemur líka kaldur vindur sem ég tengi því að ég hef látið sólina blekkja mig eina ferðina enn og farið út án þess að vera í peysu innan undir. Þetta er mikil ábyrgð að bera og ég þarf að fara vel með þessar gáfur mínar til að allt haldist í jafnvægi í náttúrunni hérna.
Varðandi landkynninguna þá fæ ég oft þá spurningu frá fólkinu hérna hvernig sé að búa á Íslandi. Þetta virðist saklaus spurning svona við fyrstu sýn en hún leynir á sér og nú gildir að vera góð landkynning og fá sem flesta til að heimsækja Ísland svo við fáum meiri peninga og fleiri útlendinga til að skelfa á fylleríum. Maður þarf nefnilega að vita hvernig persónan er sem spyr til að koma upp með gott svar. Sem dæmi má nefna að ég fór í klippingu í dag og fékk einmitt þessa spurningu frá klippistúlkunni sem var afskaplega mikil pæja. Ég átta mig ekki á þessu strax og fer eitthvað að röfla um velferðakerfið og lága glæpatíðni og hversu öruggt sé að vera með börn þarna. Eftir að ég sleppi orðinu átta ég mig á því að ég hef núna misst af einu stk. túrista því hún verður alveg tóm í augunum og segir bara "thats nice" og brosir. Ég er nefnilega búin að umgangast hana Parm undanfarið og hún er afskaplega meðvituð, vinstrisinnuð feministakona og hún vill vita allt um status þessara mála á Íslandi, þannig ég hef vanist því að tala um kosti Íslands á þessum nótum. Ég var búin að gleyma djammsvarinu sem er sniðið að þörfum unga fólksins sem hljóðar á þessa leið: "Iceland is fantastic for going out on the weekends, the pubs are open until five-six in the morning and all the young people are out all night partying, especially during the summer when there is daylight 24/7." Þetta var svarið sem ég notaði óspart fyrir grísku stúlkurnar sem sögðu sömu sögu af Aþenu og nokkra aðra bekkjarfélaga sem urðu strax voða spenntir og vildu fara helst strax til íslands enda í djammþörf þar sem allt hér lokar kl. ellefu á kvöldin. Ég lærði sem sagt af þessu öllu saman og mun standa mig betur í landkynninunni á næstunni, því lofa ég!
Jæja best að drepa ykkur ekki úr leiðindum
Hafið það gott greyin mín
Spider-Woman
p.s. Er búið að ráða í stöðu umboðsmanns hestsins? Ef einhver hittir Guðna Ágústsson þá má hann senda mér eitt stk. umsóknareyðublað því ég held að ég yrði góður umboðsmaður ;)
Eins og sést hérna að neðan þá er Ása búin að læra að telja á ensku og er mjög stolt af. Í gær fórum við litla fjölskyldan á Pizza Hött og alltaf þegar þernan kom að borðinu hrópaði Ása "Two icecream please", Það var nefnilega búið að ákveða að kaupa ís eftir matinn og Ása vildi helst drífa þessi ískaup af í staðinn fyrir að klára matinn fyrst. Hún er sem sagt búin að læra ensku og notar hana óspart núna og spjallar við Jozeph á ansi fyndinni ísl-ensku og apar eftir honum enskan hreim á íslenskum orðum og fallbeygir vitlaust eins og hann gerir. Þau eru sem sagt komin með sér tungumál sem sker okkur málrasistana í eyrun.
Ég komst að tvennu í dag sem ég verð að segja frá. Í fyrsta lagi er ég veðurgyðja Uxbridge og í öðru lagi er ég léleg landkynning, þetta verður nú útskýrt betur:
Ég hef tekið eftir því að ef ég hengi þvott út á snúru eða fer út án regnhlífar þá rignir ALLTAF! sama hversu gott veðrið er búið að vera gott. Ég hef sem sagt þann mátt að geta haldið veðri þurru ef ég tek með mér regnhlíf hvert sem ég fer og ef ég held þvotti mínum innandyra. Ef ég fer út með sólgleraugu þá skín sól ei meir og dregur bara alveg fyrir og oft kemur líka kaldur vindur sem ég tengi því að ég hef látið sólina blekkja mig eina ferðina enn og farið út án þess að vera í peysu innan undir. Þetta er mikil ábyrgð að bera og ég þarf að fara vel með þessar gáfur mínar til að allt haldist í jafnvægi í náttúrunni hérna.
Varðandi landkynninguna þá fæ ég oft þá spurningu frá fólkinu hérna hvernig sé að búa á Íslandi. Þetta virðist saklaus spurning svona við fyrstu sýn en hún leynir á sér og nú gildir að vera góð landkynning og fá sem flesta til að heimsækja Ísland svo við fáum meiri peninga og fleiri útlendinga til að skelfa á fylleríum. Maður þarf nefnilega að vita hvernig persónan er sem spyr til að koma upp með gott svar. Sem dæmi má nefna að ég fór í klippingu í dag og fékk einmitt þessa spurningu frá klippistúlkunni sem var afskaplega mikil pæja. Ég átta mig ekki á þessu strax og fer eitthvað að röfla um velferðakerfið og lága glæpatíðni og hversu öruggt sé að vera með börn þarna. Eftir að ég sleppi orðinu átta ég mig á því að ég hef núna misst af einu stk. túrista því hún verður alveg tóm í augunum og segir bara "thats nice" og brosir. Ég er nefnilega búin að umgangast hana Parm undanfarið og hún er afskaplega meðvituð, vinstrisinnuð feministakona og hún vill vita allt um status þessara mála á Íslandi, þannig ég hef vanist því að tala um kosti Íslands á þessum nótum. Ég var búin að gleyma djammsvarinu sem er sniðið að þörfum unga fólksins sem hljóðar á þessa leið: "Iceland is fantastic for going out on the weekends, the pubs are open until five-six in the morning and all the young people are out all night partying, especially during the summer when there is daylight 24/7." Þetta var svarið sem ég notaði óspart fyrir grísku stúlkurnar sem sögðu sömu sögu af Aþenu og nokkra aðra bekkjarfélaga sem urðu strax voða spenntir og vildu fara helst strax til íslands enda í djammþörf þar sem allt hér lokar kl. ellefu á kvöldin. Ég lærði sem sagt af þessu öllu saman og mun standa mig betur í landkynninunni á næstunni, því lofa ég!
Jæja best að drepa ykkur ekki úr leiðindum
Hafið það gott greyin mín
Spider-Woman
p.s. Er búið að ráða í stöðu umboðsmanns hestsins? Ef einhver hittir Guðna Ágústsson þá má hann senda mér eitt stk. umsóknareyðublað því ég held að ég yrði góður umboðsmaður ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home