miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Hún ungfrú Ása er núna að skrifa bréf til pabba síns. Þetta er sú sama Ása sem nennti ekki að læra að skrifa en núna ryður hún úr sér stöfum og heilu orðunum. Stafirnir eru ekkert alltaf í réttri röð en það skiptir nákvæmlega engu máli finnst okkur hérna. Orðin eru ýmist á ensku eða íslensku og teikningarnar eru alveg stórglæsilegar.
Nú þegar ég er búin að monta mig yfir hversu stórgáfað barnið mitt er þá vil ég láta alla vita sem vilja heyra að vorið er komið og grundirnar gróa. Í dag var voða hlýtt og ég fór í bæinn án peysu, bara bol og gallajakka og var bara ekkert kalt. Keypti mér sólgleraugu þó að sólin væri nú ekki alveg að drepa mig en betra er að vera viðbúinn. Það er nú það ... ekkert meira í fréttum nema bara allt gott!

Spider-Woman hin bjartsýna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home