þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Nú þarf ég aðeins að röfla aðeins ;) Ég er nefnilega dyggur lesandi mbl.is þar sem ég er svona útflutt manneskja. Þar var voða skrýtin frétt í dag um mann sem var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á sambýliskonu sína. Í fyrra skiptið ákvað dómari að árásin hafi verið tilefnislaus en í annað skiptið reitti konan manninn til reiði og var það dæmt honum til refsilækkunar. Í þetta seinna skipti "réðist hann einnig á konuna á heimili hennar, handleggsbraut hana og skar með hnífi á vinstri augabrún og vinstra megin á háls svo hún hlaut þar djúpt 4,7 sentímetra langt sár og slagæð og bláæð skárust í sundur." (mbl.is 25.02.03). En af því að konan var að reita hann til reiði þá er þetta ekki alveg jafn alvarlegt!!!! Það er metið til refsilækkunar... nú er ég farin að hljóma eins og rispuð plata en ég bara á ekki til fleiri orð til að lýsa því hvað ég er hneyksluð. Handleggsbrjóta og skera fólk á háls og í andlit.... það er nú ekki nógu gott en fyrst þú varst svona reiður þá skil ég það vel!!! Þessar kellingar eru alltaf eitthvað að röfla og reita mann til reiði!!! Hneyksl hneyksl!!!
Annars er bara allt við það sama hérna í Tanglewood... ég og Ása skiptumst á að spila tölvuleiki, hún er orðin mjög glúrin spilari og spilar grimmt allskonar leiki á bbc.co.uk, ef einhverjir lesendur eiga börn á þessum aldri þá ættuð þið að tékka á þeim. Henni finnst einnig mjög skemmtilegt að sitja við hliðina á mér og horfa á mig spila og kemur oft með góð ráð ef að mamma er eitthvað að pirrast... heyrðu mamma það er allt í lagi að hún dó (persónan mín) hún lifnar bara við aftur og þá sækjum við dótið hennar. Alger gullmoli þetta barn og svona stórgáfuð.
Jæja gott fólk
lifið í lukku en ekki í krukku

Yours sincerely
Spider-Woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home