þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Góðan daginn allan daginn

Ég sé að hún karenbeib hefur látið á sér kræla og látið vita af sér og sínum högum. Ég komst því miður ekki á Íslendingafélagsþorrablótið vegna anna við barnauppeldi og húsmóðurstörf eins og mér einni er lagið. Ása er bara hress fyrir utan það að hún vill ekki læra að skrifa, henni finnst þetta hinn mesti óþarfi og bara hreinlega leiðinlegt að vera að skrifa stafi þegar maður getur gert margt annað skemmtilegra. Ef einhver á í pokahorninu einhver ráð með að kenna börnum að skrifa þá er sá hinn sami beðinn um að hafa samband. Tekið skal fram að ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug, mútur, hótanir, hrós og skammir.. En það gengur ekki baun. Núna er ég búin að kaupa pakka fyrir hana sem hún má opna eftir að heimalærdómi er lokið og það kemur í ljós hvernig það gengur.
Ég var að byrja aftur í skólanum í dag og fór í fyrsta tíma hjá góðu konunni eins og hún er kölluð hérna í Tanglewood. Það er feministakonan sem leyfir stúdentum að koma með börn í tíma, þ.e.a.s mér því ég er eini stúdentinn í Englandi, virðist vera, sem á barn. Hún mundi meira að segja eftir mér síðan í haust og spurði hvernig uppeldið og skólagangan hennar Ásu gengju.
Síðan fór ég í bæinn og þá hringir Maggie móðir Jozephs og spyr mig hvernig þetta sé eiginlega með alla þessa hermenn á Heathrow flugvelli. Ég kem alveg af fjöllum en þá segir hún mér að það sé mikið terror alert í gangi og herlið sé á Heathrow til að gæta öryggis allra. Mér líst ekkí á þetta þar sem hann Jozeph er að vinna þarna við öryggisvarðastörf en nú eiga allir sem vettlingi geta valdið að krosslegja fingur og óska að allt fari vel.
Alþjóðamálin eru ekki beysin þessa dagana, stríð og hryðjuverk virðist vera það sem öllum dettur í hug að finna sér til dægrastyttingar. Mér persónulega finnst að allir ættu að taka upp skemmtilegri iðju en það er víst lítið hlustað á eitt stk. mannfræðigrey í Englandi.

Jæja hafið það gott alle sammen

hinn áhyggjufulli armur spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home