Jæja þá er komið að því!!! Ég er búin að eignast óvin í Uxbridge... sniff! Maðurinn í bankanum þolir mig ekki..
Ég lenti nefnilega í því um daginn að hraðbankinn gleypti kortið mitt, glænýja kortið sem ég fékk sent í pósti frá Íslandi án nýja PIN númersins. Ég hélt glöð í bragði niður í bæ til að eyða og spenna og eftir 3 tilraunir gleypti hraðbankinn kortið mitt. Ég varð svolítið æst, ekkert mikið samt og spjallaði mjög ákveðið við afgreiðslumanninn sem neitaði því að ég fengi þetta kort til baka, It will be destroyed sagði hann alltaf þangað til ég varð dálítið meira pirruð og sagði honum að það væri sko mynd af mér á þessu korti þannig að það væri augljóst að þetta væri mitt kort, nema ef ég ætti kannski svona evil twin. Hann gaf sig ekki þannig að ég fór út í fússi. Síðan þá hef ég þurft að biðja hann um að aðstoða mig við að fylla út umsóknir um hitt og þetta. Hann vildi alltaf til að byrja með fylla allt út sjálfur og ég átti að stafa allt saman. Hann gafst síðan upp á því eftir að ég stafaði fyrir hann Friðfinnsdóttir og núna lætur hann mig hafa öll eyðublöð og ég á bara að gera svo vel að fylla út sjálf. Í gær fór ég í bankann eins og vanalega og stend við afgreiðsluborðið og sé útundan mér að hann kemur gangandi en þegar hann sér mig snýr hann við og hættir við að vera afgreiðslumaður og fer að spjalla við einhverja aðra bankakonu. Þá átti ég voða bágt með mig af því ég veit, af smá bankareynslu, hvernig erfiðir viðskiptavinir eru. Ég hélt bara ekki að ég flokkaðist sem slík fyrr en í gær! Allavega... svo líður og bíður og röð byrjar að myndast fyrir aftan mig og hann drattast ekki fram fyrr en að önnur bankakona kallar í hann og spyr hann hvort hann ætli ekki að fara að afgreiða... þá kemur hann fram og lítur yfir gólfið og spyr hver sé næstur og þykist ekki sjá mig. MUHAHAHAH... ég tók hann traustataki og tróð í hann fullt af útfylltum eyðublöðum og hló allan tíman inn í mér dimmum og myrkum hlátri.
Annars er bara annað gott að frétta, ég er í smá skólafríi þannig að núna er ég full time húsmóðir og er bara ansi góð í því þó ég segi sjálf frá. Ég og Ása erum bara að snúllast eitthvað saman og ég er búin að horfa á allar Disney myndir sem hafa verið framleiddar held ég bara... annað eins uppeldi þekkist nú varla. Síðan leikum við hestaleikinn þar sem ýmsir karakterar koma við sögu og lenda í ýmsum hremmingum. Jozeph vinnur og vinnur og sama má segja um hana Önnu Karen og annað er ekki að frétta.
Góðar stundir
spider-woman
Ég lenti nefnilega í því um daginn að hraðbankinn gleypti kortið mitt, glænýja kortið sem ég fékk sent í pósti frá Íslandi án nýja PIN númersins. Ég hélt glöð í bragði niður í bæ til að eyða og spenna og eftir 3 tilraunir gleypti hraðbankinn kortið mitt. Ég varð svolítið æst, ekkert mikið samt og spjallaði mjög ákveðið við afgreiðslumanninn sem neitaði því að ég fengi þetta kort til baka, It will be destroyed sagði hann alltaf þangað til ég varð dálítið meira pirruð og sagði honum að það væri sko mynd af mér á þessu korti þannig að það væri augljóst að þetta væri mitt kort, nema ef ég ætti kannski svona evil twin. Hann gaf sig ekki þannig að ég fór út í fússi. Síðan þá hef ég þurft að biðja hann um að aðstoða mig við að fylla út umsóknir um hitt og þetta. Hann vildi alltaf til að byrja með fylla allt út sjálfur og ég átti að stafa allt saman. Hann gafst síðan upp á því eftir að ég stafaði fyrir hann Friðfinnsdóttir og núna lætur hann mig hafa öll eyðublöð og ég á bara að gera svo vel að fylla út sjálf. Í gær fór ég í bankann eins og vanalega og stend við afgreiðsluborðið og sé útundan mér að hann kemur gangandi en þegar hann sér mig snýr hann við og hættir við að vera afgreiðslumaður og fer að spjalla við einhverja aðra bankakonu. Þá átti ég voða bágt með mig af því ég veit, af smá bankareynslu, hvernig erfiðir viðskiptavinir eru. Ég hélt bara ekki að ég flokkaðist sem slík fyrr en í gær! Allavega... svo líður og bíður og röð byrjar að myndast fyrir aftan mig og hann drattast ekki fram fyrr en að önnur bankakona kallar í hann og spyr hann hvort hann ætli ekki að fara að afgreiða... þá kemur hann fram og lítur yfir gólfið og spyr hver sé næstur og þykist ekki sjá mig. MUHAHAHAH... ég tók hann traustataki og tróð í hann fullt af útfylltum eyðublöðum og hló allan tíman inn í mér dimmum og myrkum hlátri.
Annars er bara annað gott að frétta, ég er í smá skólafríi þannig að núna er ég full time húsmóðir og er bara ansi góð í því þó ég segi sjálf frá. Ég og Ása erum bara að snúllast eitthvað saman og ég er búin að horfa á allar Disney myndir sem hafa verið framleiddar held ég bara... annað eins uppeldi þekkist nú varla. Síðan leikum við hestaleikinn þar sem ýmsir karakterar koma við sögu og lenda í ýmsum hremmingum. Jozeph vinnur og vinnur og sama má segja um hana Önnu Karen og annað er ekki að frétta.
Góðar stundir
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home