Góðan og blessaðan daginn á íslenska lyklaborðinu!
Já þessi orðrómur sem þið hafið verið að heyra undanfarið er sannur.... við erum komin með internettengingu heim í Tanglewood.. mikið var að beljan bar eins og maðurinn sagði. Við erum bara hress öll saman, Ása er alveg að brillera í skólanum og er byrjuð að gera heimatal eins og hún kallar það en það er að læra heima að skrifa stafi. Henni finnst það reyndar ekkert spennandi og frekar bara asnalegt. Ég er smátt og smátt að breytast í ofurhúsmóður, ég þríf, þvæ þvotta, elda mat, fer út með ruslið og dunda mér við að þurkka af og horfa á Bangsímon á meðan hinir tveir fullorðnu meðlimir húshaldsins eru að vinna. Jozeph er farinn að vinna á Heathrow og passar þar fólkið sem er að ferðast, svo það sé ekki að villast eða að stunda hryðjuverk á meðan það er að ferðast um heiminn. Ég skilaði af mér 4 stk ritgerðum um daginn en er ekki búin að fá neitt til baka þannig að allt er gott enn! Karenbeib segir ykkur eflaust frá sér síðar svo ég þegi bara yfir öllum hennar málum í bili.
Það er eitt sem er rosalega merkilegt hérna í Englandi og það er klæðaburður barna! Það virðist vera að það hafi alveg gleymst að kynna Englendingum þær mögnuðu uppfinningar sem húfa og rennilás eru. Í öllum kuldanum þar sem ég og Ása erum dúðaðar þannig það sést kannski rétt í nefbroddinn á okkur þá eru önnur börn og mæður þeirra bara hress, allt rennt frá og eyrun fá að fjúka frjáls um í vetrarvindinum. Stúlkurnar eru í litlum hvítum sokkum við pilsin sín, annars berleggjaðar og eru bara hressar. Okkur finnst þetta alveg magnað hérna í Tanglewood og það líður vart sá dagur að við værum ekki að hneykslast á börnum sem við sáum úti með enga húfu, í engum sokkum o.s.frv. Ég er með kenningu um þetta sem ég ætla aðeins að viðra hérna og hún tengist aðeins uppruna okkar Íslendinga. Þegar víkingarnir voru að brölta hérna í Englandi og taka allar konurnar með sér héðan og til Íslands þá tóku þeir náttúrulega þær sem þeir fundu heima á bæjunum. Þeir tóku sem sagt kuldaskræfurnar sem voru heima við eldinn en misstu af öllum kjarnakonunum sem voru uppi í fjöllum að gera það sem fólk á þessum tíma gerði uppi í fjöllum, finna kindur, höggva mann og annan og sitthvað annað. Þess vegna erum við algerar kuldaskræfur en enskt fólk er svona með afbrigðum hraust og kuldaþolið.
Þá er ég búin að koma því frá mér og núna líður mér betur, það er spurning að nota mannfræðina eitthvað í að kanna þessa kenningu betur, þarf aðeins að hugsa það!
Ása lærir sífellt meiri ensku og er alger draumur í skólabúningnum. Það er búið að festa þetta allt á filmu og þeir sem vilja geta fengið myndir sendar, látið mig bara vita. Ég vil ennfremur benda þeim á sem finnst ég og Ása skemmtilegar að þið getið fengið að hitta okkur í persónu þegar við komum heim til Íslands 15. apríl og verðum til 26.apríl. Ég hlakka til að sjá ykkur öll og nú lofa ég að við verðum duglegri að blogga.
Hafið það gott
Spider-Woman
Já þessi orðrómur sem þið hafið verið að heyra undanfarið er sannur.... við erum komin með internettengingu heim í Tanglewood.. mikið var að beljan bar eins og maðurinn sagði. Við erum bara hress öll saman, Ása er alveg að brillera í skólanum og er byrjuð að gera heimatal eins og hún kallar það en það er að læra heima að skrifa stafi. Henni finnst það reyndar ekkert spennandi og frekar bara asnalegt. Ég er smátt og smátt að breytast í ofurhúsmóður, ég þríf, þvæ þvotta, elda mat, fer út með ruslið og dunda mér við að þurkka af og horfa á Bangsímon á meðan hinir tveir fullorðnu meðlimir húshaldsins eru að vinna. Jozeph er farinn að vinna á Heathrow og passar þar fólkið sem er að ferðast, svo það sé ekki að villast eða að stunda hryðjuverk á meðan það er að ferðast um heiminn. Ég skilaði af mér 4 stk ritgerðum um daginn en er ekki búin að fá neitt til baka þannig að allt er gott enn! Karenbeib segir ykkur eflaust frá sér síðar svo ég þegi bara yfir öllum hennar málum í bili.
Það er eitt sem er rosalega merkilegt hérna í Englandi og það er klæðaburður barna! Það virðist vera að það hafi alveg gleymst að kynna Englendingum þær mögnuðu uppfinningar sem húfa og rennilás eru. Í öllum kuldanum þar sem ég og Ása erum dúðaðar þannig það sést kannski rétt í nefbroddinn á okkur þá eru önnur börn og mæður þeirra bara hress, allt rennt frá og eyrun fá að fjúka frjáls um í vetrarvindinum. Stúlkurnar eru í litlum hvítum sokkum við pilsin sín, annars berleggjaðar og eru bara hressar. Okkur finnst þetta alveg magnað hérna í Tanglewood og það líður vart sá dagur að við værum ekki að hneykslast á börnum sem við sáum úti með enga húfu, í engum sokkum o.s.frv. Ég er með kenningu um þetta sem ég ætla aðeins að viðra hérna og hún tengist aðeins uppruna okkar Íslendinga. Þegar víkingarnir voru að brölta hérna í Englandi og taka allar konurnar með sér héðan og til Íslands þá tóku þeir náttúrulega þær sem þeir fundu heima á bæjunum. Þeir tóku sem sagt kuldaskræfurnar sem voru heima við eldinn en misstu af öllum kjarnakonunum sem voru uppi í fjöllum að gera það sem fólk á þessum tíma gerði uppi í fjöllum, finna kindur, höggva mann og annan og sitthvað annað. Þess vegna erum við algerar kuldaskræfur en enskt fólk er svona með afbrigðum hraust og kuldaþolið.
Þá er ég búin að koma því frá mér og núna líður mér betur, það er spurning að nota mannfræðina eitthvað í að kanna þessa kenningu betur, þarf aðeins að hugsa það!
Ása lærir sífellt meiri ensku og er alger draumur í skólabúningnum. Það er búið að festa þetta allt á filmu og þeir sem vilja geta fengið myndir sendar, látið mig bara vita. Ég vil ennfremur benda þeim á sem finnst ég og Ása skemmtilegar að þið getið fengið að hitta okkur í persónu þegar við komum heim til Íslands 15. apríl og verðum til 26.apríl. Ég hlakka til að sjá ykkur öll og nú lofa ég að við verðum duglegri að blogga.
Hafið það gott
Spider-Woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home