mánudagur, febrúar 24, 2003

Þá er maður búinn að jafna sig eftir erfiðu helgina og reynir bara að lifa lífinu lifandi á ný. Ása tása er í skólafríi þessa viku og finnst það bara fínt. Hún þarf af þeim sökum að koma með mér í tíma á morgun en henni og skólafélögum mínum finnst það bara voða gaman. Af okkur er það að frétta að við fórum inn í Southall í gær þar sem búa bara Indverjar og fólk frá þeim slóðum heims. Þar er götumarkaður sem spilar indverska tónlist, selur indverskan mat, fatnað og matvörur. Allir þar voru Indverskir í útliti nema ég, Ása og svona 7 aðrir hvítingjar. Ása vakti mikla athygli með hvíta hárið og vegna þess hvað hún er mikið krútt. Hún skemmti sér hið besta og ég líka og við héldum glaðar heim á leið þar sem ég eldaði ungverska gúllassúpu. Svona var þetta nú fjölmenningarlegur dagur. Í dag gerðist mest lítið nema hvað við fórum á bókasafnið og tókum spólur og bækur og svo er ég að dunda mér við að spila tölvuleik á netinu í kvöld. Ég er alveg með afbrigðum tapsár stúlka og fer bara í fýlu ef þetta gengur ekki alveg eins og ég vil.. Er það nú mannfræðingur!!! Ætli sófamannfræðingarnir í den hafi líka fengið svona fýluköst þegar mannæturnar neituðu að gera eins og þeir vildu?? Best að reyna að finna það út sem snöggvast. Annars allt gott hér í Englandinu góða!!

Bless kex

Spider-Woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home